Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

36. fundur 03. mars 2004 kl. 16:30 - 17:45

36. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal á Akranesi, miðvikudaginn 3. mars 2004 kl. 16:30.


 

Mætt á fundi:                        Björn S. Lárusson, formaður

                        Ingþór B. Þórhallsson,

                        Jónas H. Óttósson,

Áheyrnarfulltrúar:    Margrét Ákadóttir, fulltrúi grunnskólakennara

                        Auður Hrólfsdóttir, grunnskólastjóri

                        Guðbjartur Hannesson, grunnskólastjóri

 

                       

                       

Einnig Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.      Skóladagatal vegna skólaársins 2004-2005. Skóladagatalið hefur fengið umfjöllun í foreldraráðum og engar athugasemdir hafa borist. Ennþá er óvíst um tímasetningu Kennaraþings Vesturlands en skiptar skoðanir eru um hversu vel hefur tekist til um það undanfarin ár. Gert er ráð fyrir haustþinginu í skóladagatalinu  29. október. Skólanefnd samþykkir framkomið dagatal fyrir sitt leyti. Skólastjórar hafa hug á að vetrarfrí verði í grunnskólunum skólaárið 2005 ?2006.

 

2.      Bréf frá bæjarráði dags. 22. janúar 2004.  Bréf menntamálaráðuneytisins lagt fram. Erindinu vísað til frekari umfjöllunar í grunnskólunum.

 

3.      Önnur mál.

 ·        Formaður spurðist fyrir um mötuneytismál í Brekkubæjarskóla. Auður upplýsti að stefnt er að því að byrja með mötuneyti fyrir þá sem kaupa nú þegar nesti í skólanum. Frá og með 1. apríl verður heitur matur í boði fyrir alla sem kjósa að kaupa máltíðir.  Verð á hverja máltíð verður kr. 200.- Samstarf hefur verið við Grundaskóla um framkvæmdina og reynslan þaðan nýtt.

·        Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem greint er frá því að föstudaginn 26. mars verði haldið grunnskólaþing ? Er grunnskólinn kominn til sveitarfélaganna. Þingið er ætlað pólitisk kjörnum fulltrúum sveitarfélaga, skólastjórnendum og stjórnendum skólaskrifstofa. Fundarmenn lýstu áhuga á að fara. Sviðsstjóri mun skrifa bæjarráði og óska eftir heimild fyrir skólanefndarmenn til að sækja þingið.

·        Helga sagði frá heimsókn fjórtán manna hóps frá Bamble. Í hópnum voru grunnskólastjórar, kennsluráðgjafar og aðrir forsvarsmenn grunnskólamála.  Heimsóknin tókst mjög vel og var gagnleg fyrir báða aðila.

·        Helga sagði einnig frá því að Stóra upplestrarkeppnin fer fram í Vinaminni 24. mars kl. 20:00.

·        Gutti sagði frá því að ráðstefnu sem halda átti í Grundaskóla um miðjan mars hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Gutti sagði líka frá því að fyrir um 10 dögum voru tveir aðilar frá Bretlandi að vinna með nemendum að tónlistarmyndbandagerð.

·        Rætt um skólahald næsta vetur, stefnt að því að auglýsa eftir kennurum í lok mars.

·        Auður sagði frá því að hún og deildarstjórinn á yngsta stigi mættu á foreldrafund í Teigasel.

·        Ingþór spurði um hvort og þá hvaða reglur eru í skólunum um að dreifa auglýsingum í gegnum skólana.  Gutti upplýsti að stuðst væri við að auglýsingar sem koma frá viðurkenndum félögum sem starfa í bæjarfélaginu.

 

Fleira ekki gert ? fundi slitið kl. 17:45

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00