Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

33. fundur 09. október 2003 kl. 16:30 - 17:50

33. fundur skólanefndar Akraness haldinn í leikskólanum Vallarseli fimmtudaginn 9. október  2003 kl. 16:30.


Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Anna Margrét Tómasdóttir, varamaður
 Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri
 Aðalheiður Þráinsdóttir, fulltrúi starfsfólks leikskóla
 
 
Einnig sat Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi fundinn og Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Málefni leikskólanna
· Með fundarboði voru sendar upplýsingar um fjölda barna í leikskólunum haustið 2003. Samtals eru 322 börn á leikskólum Akraness. Alls bíða 16 börn eftir breytingu á dvalartíma á Vallarseli. Á biðlista eftir leikskólaplássi af árgangi 2001 eru 11 börn sem sótt er um dvöl fyrir allan daginn, 1 barn eftir hádegi og 10 börn fyrir hádegi.
· Sigrún vakti athygli skólanefndarfulltrúa á að nú er í gildi samvinna við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um að börn foreldra sem flytja á Akranes geta haldið leikskólaplássi í sínum leikskóla í fyrrverandi sveitarfélagi í 6 mánuði og greiðir Akraneskaupstaður með hverju barni hlut sveitarfélags
· Framkvæmdir við Vallarsel ganga samkvæmt áætlun og útboð vegna innri frágangs stendur yfir.  Tilboðin verða opnuð 21. október og reiknað er með verklokum 31. janúar 2004.


2. Verklagsreglur í kringum inntöku barna á leikskóla Akraness.
Leikskólafulltrúi lagði fram tillögu að breytingum á verklagsreglum. Auk breytinga sem samþykktar voru í vor um að inntaka taki mið af aldri barns og forgangur leikskólakennara afnuminn þá voru eftirfarandi breytingar samþykktar: 
· Grein 1.5  Ef skráðir eru tveir leikskólar á umsókn koma báðir til greina við úthlutun.
· Viðbót við grein 3.2 ... og skal sækja um slíka ívilnun til leikskólafulltrúa....
· Viðbót við grein 3.3   .... og skal sækja um slíka ívilnun til leikskólafulltrúa.....
                       Fundarmenn samþykkja verklagsreglur með áorðnum breytingum og     samþykkt að senda þær til bæjarráðs til staðfestingar.


3. Framtíðarhorfur í skólamálum. Formaður kynnti tillögu að  vinnuferli í kringum mótun framtíðarhorfa í skólamálum. Framtíðarhorfurnar taki bæði til leikskóla og grunnskóla. Skólanefnd beinir því til bæjarráðs að frestað verði ákvörðun um staðsetningu leikskóla þar til niðurstaða liggur fyrir skv. ofnagreindu.


4. Breytingar á erindisbréfi skólanefndar.  Fjallað um breytingar á erindisbréfi.  Afgreiðslu frestað.

 

5. Önnur mál.
· Sigrún óskar eftir stuðningi skólanefndar við að leikskólarnir fái heimild til að vera með einn námskeiðsdag á ári. Sigrún benti á að í skýrslunni: ¨Stefnumótun í leikskólamálum Akraneskaupstaðar¨ var lagt til að leikskólarnir hefðu einn námskeiðsdag til umráða. Sigrún leggur einnig til að annar tveggja skipulagsdaga leikskólanna verði ekki bundinn við fyrsta virka dag ársins heldur við einhvern skipulagsdaga grunnskólanna.  Skólanefnd tekur einróma undir  framkomnar óskir.
· Ingunn Ríkharðsdóttir  afhenti fundarmönnum skýrsluna: Náms- og kynnisferð til Edinborgar. En þar er sagt frá ferð starfsmanna sem farin var í apríl sl.
· Ingunn sagði frá því að hún hefði fyrir hönd leikskólans óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá bæjarráði til að greiða laun verkefnisstjóra til að innleiða nýja starfshætti í hreyfingu. Erindinu var vísað til fjárhagsáætlunargerðar. 
· Sigrún sagði lítillega frá könnun sem var gerð meðal foreldra leikskólabarna á elstu og yngstu deildum leikskólanna. Helstu niðurstöður verða birtar á heimasíðu Akraneskaupsstaðar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00