Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

30. fundur 11. júní 2003 kl. 17:30 - 19:00

30. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16-18 miðvikudaginn 11. júní  2003 kl. 17:30.

 


Mætt á fundi:                        Björn S. Lárusson, formaður

                        Eydís Aðalbjörnsdóttir,

                        Ingþór B. Þórhallsson,

                        Jónas H. Ottósson, varaformaður

                        Anna Margrét Tómasdóttir,

                        Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri

                        Guðbjartur Hannesson, skólastjóri

                       Sigurður Sverrisson, fulltrúi foreldra leikskóla

                        Ingileif Daníelsdóttir, fulltrúi kennara

                        Elísabet Jóhannesdóttir, fulltrúi kennara

                       

Einnig sat Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.

 


 

Fyrir tekið:

 

1.        Málefni grunnskólanna.

·         Skóladagatal. Fyrir fundinum lá tillaga að skóladagatali vegna skólaársins 2003- 2004. Gert er ráð fyrir sameiginlegum upphafs og lokadegi grunnskólanna. Skóladagatalið hefur verið sent til umsagnar foreldraráðs Grundaskóla. Í umsögn foreldraráðsins kemur fram að foreldraráðið er hlynnt tillögu sem Grundaskóli sendi til skólanefndar en þar var gert ráð fyrir að foreldraviðtöl færu fram án þess að kennsla væri felld niður. En í stað þess yrði skólaárið stytt um tvo daga. Skólanefnd féllst ekki á þessa tillögu. Einnig leggur foreldraráðið til að tvær helgar verði lengdar með frídögum. Foreldraráðið telur að skólinn eigi ekki að ná fram í júní. Láðst hefur að senda skóladagatalið til umsagnar foreldraráðs Brekkubæjarskóla, Ingi Steinar mun gera það á næstu dögum.  Einnig hefur skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi fengið þessa tillögu. Skólanefnd samþykkir skóladagatalið fyrir sitt leyti en lýsir sig reiðubúna til að taka málið upp á næsta  fundi ef athugasemdir berast frá foreldraráði Brekkubæjarskóla. Skólanefnd beinir þeim tilmælum til KÍV og að athugað verði með að haustþing verði áður en reglulegt skólahald hefst að hausti. Guðbjartur mótmælir því að haustþingið verði fært fram fyrir skólabyrjun.

·         Ráðningar. Skólastjórar gerðu grein fyrir hvernig ráðningamál kennara standa. Í Grundaskóla hafa tveir kennarar fengið námsleyfi á launum: Málfríður Hrönn Ríkharðsdóttir aðstoðarskólaskólastjóri sem áformar að ljúka meistaraprófsritgerð sinni og Ásta Egilsdóttir sem mun stunda nám við KHÍ. Elísabet Jóhannesdóttir og Leó Jóhannesson  fara í launalaus leyfi næsta ár. Jóhanna Karlsdóttir og Heiðrún Hámundadóttir hefur sagt starfi sínu lausu. Þeir sem hafa verið ráðnir til kennslu næsta skólaár við Grundaskóla eru: Elísabet Steingrímsdóttir 100%, Garðar Axelsson 100%, Kristrún Dögg Marteinsdóttir 100%, Úrsúla R. Ásgrímsdóttir 100% allir með kennarapróf einnig eru Bryndís Siemsen 75%, Christel B. Rúdólfsdóttir 100% og Sigurjón Jónsson 100% leiðbeinendur ráðnir til árs. Sigurður Arnar verður aðstoðarskólastjóri næsta vetur og Hrönn Jónsdóttir verður deildarstjóri á yngsta stigi. Í Brekkubæjarskóla hefur Bjarni Þór Bjarnason fengið námsleyfi á launum næsta ár og hyggur hann á frekara nám í myndlist og myndmennt á erlendri grund. Aðrir sem hætta

kennslu eru:  Kristrún Lind Birgisdóttir, Elfa Hlín Pétursdóttir og Tasha Joy Gunnarsson.  Búið er að ganga frá ráðningu eftirtalinna til kennslu frá og með 1. ágúst nk. Dagný Þorsteinsdóttir 100% sem hefur kennaramenntun, og eftirtaldir leiðbeinendur: Kristrún Sigurbjörnsdóttir, Arndís Halla Jóhannesdóttir, Guðlaug Erlendsdóttir og Eva Lind Vestmann. Deildarstjórar verða Magnús Benediktsson yngsta stigi og Dóra S. Valsdóttir á miðstigi en eftir er að ráða deildarstjóra á unglingastigi. Ingi Steinar Gunnlaugsson hættir sem skólastjóri 1. ágúst nk.

·         Samræmd próf.

Skólastjórar gerðu grein fyrir árangri 10. bekkinga á samræmdum prófum í vor.  Í Brekkubæjarskóla voru einkunnir eftirfarandi en um er að ræða normaldreifðar einkunnir (prófseinkunn): íslenska 4,8(6,4) stærðfræði 5,1 (5,8) enska 4,7 (6,6) danska 4,3  (5,1) náttúrufræði 3,6 (5,3) og samfélagsfræði 4,3 (5,6). Allir nemendur í Brekkubæjarskóla tóku próf í íslensku, stærðfræði og ensku, 88% tóku próf í dönsku, 91% í náttúrufræði og 88% í samfélagsfræði. Í Grundaskóla íslenska 4,9 (6,6) stærðfræði 5,6 (6,2) enska 4,8 (6,9) danska 4,3 (5,9) náttúrufræði 4,3 (5,9) og samfélagsfræði 5,3 (6,2).  Allir nemendur í Grundaskóla tóku próf í íslensku, 98% í dönsku, 96% í ensku, 94% í stærðfræði og 81% í samfélagsfræði og náttúrufræði.  Sambærilegar tölur  um þátttöku fyrir landið í heild eru: íslenska 96,6%, stærðfræði 95,4%, enska 95,7%, danska 5,1%, náttúrufræði 69,4% og samfélagsfræði 62,9%. Talsverðar umræður voru um gildi samræmdra prófa. Fundarmenn sammála um að stefnan eigi að vera sú að skólarnir á Akranesi verði yfir landsmeðaltali.

  

2.        Önnur mál.  Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur fengið launalaust leyfi næsta skólaár. Þar sem um er að ræða afleysingu til næsta árs tekur Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri við leikskólaskólastjórastöðunni og Katrín Barðadóttir mun gegna aðstoðarleikskólastjórastöðunni sama tíma.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00