Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

28. fundur 23. apríl 2003 kl. 16:30 - 18:25

28. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16-18 miðvikudaginn 23. apríl 2003 kl. 16:30.


Mætt á fundi: Björn S. Lárusson, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir,
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
 Ingileif Daníelsdóttir fulltrúi kennara
 Elísabet Jóhannesdóttir, fulltrúi kennara
 Sigurður Sverrisson, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  
Auk Helga Gunnarsdóttir sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs sem ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:


1. Fyrirkomulag vitnisburðarviðtala.
Fyrir fundinum lá tillaga um fyrirkomulag vitnisburðar frá Hrönn Ríkharðsdóttur aðstoðarskólastjóra í Grundaskóla dags. 31.03.03. Talsverðar umræður urðu um tillöguna en fyrirkomulag þessara mála er með ýmsum hætti um allt land. Eftir að flest rök voru komin fram var ákveðið að fresta ákvörðun til næsta fundar.


2. Starfsmannamál grunnskólanna næsta skólaár

Þrír kennarar hafa fengið launað námsleyfi næsta vetur, þau eru: Bjarni Þór Bjarnason Brekkubæjarskóla, Hrönn Ríkharðsdóttir aðstoðarskólastjóri og Ásta Egilsdóttir, Grundaskóla. Búið er að auglýsa eftir kennurum til starfa og hafa nokkrar umsóknir borist. Umsóknarfrestur er til 5. maí. Sigurður Arnar Sigurðsson mun leysa Hrönn af næsta vetur sem aðstoðarskólastjóri.  Guðbjartur Hannesson upplýsti að þörf væri fyrir 6 nýja kennara vegna leyfa af ýmsu tagi. Umsóknir hafa borist frá 4 kennurum og einhverjar umsóknir á leiðinni.  Einnig hafa borist umsóknir frá leiðbeinendum. Ingi Steinar gerði grein fyrir að 6 stöður a.m.k. eru lausar. Þrjár umsóknir frá kennurum hafa borist og fleiri væntanlegar. Einnig eru komnar margar umsóknir frá leiðbeinendum sem hafa ýmis konar menntun. Gengið verður frá ráðningum sem fyrst eftir að umsóknarfrestur rennur út. Ingi Steinar nefndi að væntanleg er fjölgun á næstu árum en svigrúm skólans er takmarkað.


3. Sameiginlegt átak í náttúrufræðikennslu í grunnskólum Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.

Fundarmenn höfðu fengið senda tillögu að átaki í náttúrufræðikennslu sem áætlað er að standi í þrjú ár og þátttaka í verkefninu standi öllum grunnskólum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu til boða. Skólanefnd fagnar þessu átaki og óskar eftir að fá að fylgjast með framvindu þess.


4. Önnur mál.
· Kynnt var niðurstaða úr könnun meðal foreldra um afstöðu til vetrarleyfis.  Í Grundaskóla svöruðu 261 foreldri, 51% er mjög eða frekar andvíg, 15% eru hlutlaus og 33% eru frekar eða mjög hlynnt. 29% starfsmanna í Grundaskóla eru mjög eða frekar andvígi vetrarfríi. 56% starfsmanna eru frekar eða mjög hlynntir vetrarfríi. 13% eru hlutlausir. Í Brekkubæjarskóla svöruðu 281, 50% foreldrar eru mjög og frekar andvígir og  40% eru frekar eða mjög hlynnt, 10% foreldrar tóku ekki afstöðu. Starfsmenn Brekkubæjarskóla eru langflestir fylgjandi vetrarfríi. Sigurður Sverrisson óskaði eftir því að tekið verði tillit til skoðana foreldra við gerð skóladagatals.

 

· Nokkrar umræður urðu um eineltismál og nú lítur út fyrir að staðan fari batnandi í báðum skólum.

 

· Formaður skólanefndar kynnti hugmyndir bæjarráðs um að elsti árgangur á Vallarseli (börn fædd 1998) fengju aðstöðu í Grundaskóla frá hausti til áramóta. Stjórnendur Grundaskóla hafa tekið vel í hugmyndina. Unnið verður að frekari úrvinnslu málsins og málið tekið fyrir aftur á næsta fundi nefndarinnar. Björn hefur óskað eftir samhliða þessari lausn verði horft til þess að koma til móts við þá foreldra sem ekki fá leikskólapláss fyrr en viðbætur við Vallarseli verða tilbúnar. Einnig verði hugað að næstu skrefum varðandi aukningu á leikskólarýmum.

 

· Næsti fundur nefndarinnar verður 30. apríl.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00