Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

25. fundur 20. nóvember 2002 kl. 16:30 - 18:30

25. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16.- 18 miðvikudaginn 20. nóvember  2002 kl. 16:30.

_____________________________________________________

 

Mætt á fundi: Ingibjörg Barðadóttir, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir,
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir,
 Undir 1. lið
 Lárus Sighvatsson, skólastjóri
 Bryndís Bragadóttir fulltrúaTónlistarskólans
Ragna Kristmundsdóttir, fulltrúi sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar
 Undir 2. lið
 Brynhildur Björg Jónsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla
 Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri
 Ólöf Linda Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna
  
Auk þeirra Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri menningar- og fræðslusviðs, sem ritaði fundargerð. Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi mætti undir 2. lið fundargerðar.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:


1. Málefni Tónlistarskólans á Akranesi.
Lárus Sighvatsson lagði fram bréf þar sem fram kemur að kennarafundur í Tónlistarskólanum hefur kosið Bryndísi Bragsdóttur sem aðalmann í skólanefnd og Timothy Knappet varamann. Þessi kosning er til tveggja ára. Lárus kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Skólanefnd óskar eftir því við bæjarráð að settur verði á fót starfshópur sem fjalli um framtíð Tónlistarskólans. Starfshópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum úr skólanefnd og skólastjóra Tónlistarskólans.
Starfshópurinn fjalli m.a. um gjaldskrá, forskólakennslu, hópkennslu, biðlista og fleira sem tengist starfi tónlistarskólans. Sviðsstjóri menningar- og fræðslumála starfi með hópnum. Starfshópurinn taki til starfa í janúar og skili skýrslu í lok apríl.

 

2. Málefni leikskólanna.  Helga og Sigrún gerðu grein fyrir helstu stærðum í fjárhagsáætlun leikskólanna en skv. drögum að fjárhagsáætlun er áætlað að rekstur leikskólanna mun nema um 120 milljónum á árinu 2003 að óbreyttum forsendum. Sigrún gerði grein fyrir að dvalarstundum fjölgaði nokkuð á yfirstandandi ári. Sigrún gerði grein fyrir könnun sem unnin hefur og kemur þar fram samanburður á ýmsum þáttum í leikskólastarfi milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fundarmenn fengu ljósrit af þessum gögnum.  Einnig kynnti Sigrún tilraunaverkefni þar sem þroskamat sem er hluti af 3,5 ára skoðun fari fram í leikskólum í tilraunaskyni. Byrjað verður með tilraunina á Teigaseli eftir áramót. Skólanefndarmenn eru hvattir til að kynna sér heimasíður leikskólanna, Garðasels og Vallarsels. Heimasíða er í undirbúningi í Teigaseli. Nýjustu upplýsingar af viðbyggingu við Vallarsel eru þær, að fulltrúi frá Arkþing kemur til samningaviðræðna við framkvæmdanefndina fimmtudaginn 21. nóvember. 
                                                        
3. Önnur mál.  Ingþór spurði um tónlistarkennslu á Vallarseli. Brynhildur Björg gerði grein fyrir skipulaginu en kennari frá Tónlistarskólanum kemur og kennir 6 klst. á viku.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00