Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

21. fundur 11. september 2002 kl. 17:15 - 19:30

21. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal, Stillholti 16.- 18 miðvikudaginn 11. september  2002 kl. 17:15.

Mætt á fundi: Ingibjörg Barðadóttir, formaður
 Eydís Aðalbjörnsdóttir
 Ingþór B. Þórhallsson,
 Jónas H. Ottósson, varaformaður
 Sigrún Ríkharðsdóttir,
 Elísabet Jóhannesdóttir, fulltrúi kennara
 Þorkell Steinsson, fulltrúi foreldra grunnskólanemenda
 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri
 Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri
 Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir sem ritaði fundargerð

Fyrir tekið:

1. Málefni grunnskólanna. Skólastjórar kynntu starf grunnskólana á yfirstandandi skólaári. 
      Brekkubæjarskóli: Ingi Steinar lagði fram ýmsar upplýsingar um skólastarf   Brekkubæjarskóla. Nemendur er 423, stúlkur 201 og piltar 222. Bekkjardeildir eru 21. Meðalfjöldi í bekkjardeild er 20,14.  Leiðbeinendur eru 4 en einnig eru 2 leiðbeinendur í sérdeild. Þrír deildarstjórar eru við störf.  Ingi Steinar gerði grein fyrir að nemendur fá kennslu skv. viðmiðunarstundaskrá  og nokkrir bekkir ögn meira en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Ný námsgrein, starfsfræðsla er kennd í 10. bekk. Farið verður af stað með tilraunahópa með bráðger börn á miðstigi og unglingastigi. Helstu viðfangsefni vetrarins auk hefðbundins skólastarfs eru:
1)Þróun lífsleikni- og manngildisstefnu ¨góður ? fróður¨
2)Teymisvinna kennarar í : tungumálakennslu, heildstæð móðurmáls-kennsla, einelti og agamál, umhverfismál, skólanámskrá, lífsleikni og foreldrasamstarf.
3) Skólanámskrá
4) Sjálfsmat
5) Erlent samstarf, von á kennurum frá Spáni, Austurríki og Bretlandi í október til að skipuleggja samstarf í kringum ýmsa þætti skólastarfs.
Umræður urðu um fjölda skólaliða, gæslu í frímínútum, samvinnu skólaliða og kennara, menntun skólaliða. Í fyrsta skipti verður nú haldið námskeið fyrir foreldra 1. bekkinga.
     Grundaskóli: Guðbjartur lagði fram ýmsar upplýsingar um starfsemi Grundaskóla. Nemendur eru 468. Miklar breytingar hafa átt sér stað með tilkomu nýrrar byggingar og endurbóta á eldra húsnæði. Rúmt er um nemendur ennþá og hægt að taka við nokkurri fjölgun. Lyftur eru komnar í húsið. Einn leiðbeinandi er starfandi. Helstu verkefni vetrarins:
1)Sjálfsmat skóla
2) Frágangur skólanámskrár
3) Þróa einsetningu
4) Fyrirkomulag vitnisburðar í einsetnum skóla
5) Tölvunotkun í skólastarfi
6) Upplýsingastreymi til foreldra, 
7) Þróunarverkefni
· Valkerfi
· Umferðarmál
· Lífsleikni
· Úrvinnsla úr þróunarverkefnum sl. Vetrar

8) Félagsstörf á unglingastigi, endurskoðun á fyrra fyrirkomulagi og einnig er   hugmynd að setja upp söngleik.
Umræður urðu um deildarstjórastarfið, skólanámskrárgerð, skóladagatal, tímasetning vetrarleyfis, valkerfi, samstarf við FVA, skólamáltíðir o.fl.
Skólanefnd mun fara yfir þau gögn sem skólastjórar lögðu fram á fundinum og óskar eftir því að framvegis verði skólanámskrá kynnt fyrir skólanefnd ekki síðar en um miðjan ágúst.

2. Önnur mál.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00