Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

10. fundur 08. mars 2001 kl. 17:15 - 19:00
10. fundur skólanefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu, fimmtudaginn 8. mars  2001 kl. 17:15.
 
Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
 Ingibjörg Barðadóttir,
 Jensína Valdimarsdóttir, ritari
 Sigrún Árnadóttir,
 Lilja Guðlaugsdóttir, leikskólastjóri
 Margrét Þorvaldsdóttir, fulltrúi kennara,
 Droplaug Einarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 
Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og Sigrún Gísladóttir leikskólafulltrúi
Fyrir tekið:

1. Skóli fyrir 5 ára börn. Greinargerð um málið var send með fundarboði. En bæjarráð óskaði eftir að skólanefnd fjallaði um málið.  Nokkur umræða var um málið. Skólanenfd mælir ekki með  kennslu 5 ára barn í grunnskólunum  að svo komnu máli.
 
2. Jafnréttisáætlun. Skólanefnd óskaði eftir því á síðasta fundi sínum að fá til skoðunar tillögu starfshóps sem fjallaði um endurskoðun jafnréttisáætlunar Akranes. Tillagan var send út með fundarboði. Skólanefnd gerir engar athugasemdir við jafnréttisáætlunina og leggur til að hún verði samþykkt.
 
3. Kjarasamningar leikskólakennara. Sigrún Gísladóttir fór yfir helstu nýmæli í karasamningum leikskólakennara til kynningar fyrir skólanefnd.

4. Tímasetning á skipulagsdegi leikskóla að hausti.  Skólanefnd felur leikskólastjórum að ákveða skipulagsdag, og leitast verði við að hann samræmist skipulagsdegi grunnskólanna.
 
5. Kynning á reglum um niðurgreiðslu dvalargjalds hjá dagmæðrum. Leikskólafulltrúi kynnti reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt þar sem fram kemur að foreldrar barna sem eru tveggja ára og eldri og ekki fá dvöl á leikskóla munu fá niðurgreidd dvalargjöld hjá dagmömmum frá og með 1. ágúst n.k.  Skólanefnd lýsir ánægju sinni með að reglur um niðurgreiðslu hafi verið settar.
 
6. Önnur mál.
Leikskólafulltrúi kynnti stöðu á biðlistum í mars 2001
Skólanefnd lýsir ánægju sinni yfir að áform um viðbygginu við Vallarsel skuli vera komin inn í þriggja ára áætlun.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.

Undirritun fundarmanna:
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00