Fara í efni  

Skólanefnd (2000-2008)

4. fundur 17. apríl 2000 kl. 18:00 - 20:00
4. fundur skólanefndar Akraness haldinn í bæjarþingsal,
Stillholti 16 ? 18, mánudaginn 17. apríl 2000 kl. 18:00


Mætt á fundi: Guðný Rún Sigurðardóttir, formaður,
Jensína Valdimarsdóttir, ritari
Ingibjörg Barðadóttir,
Lilja Guðlaugsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra,
Hrönn Jónsdóttir, fulltrúi kennara,
Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi foreldra grunnskólabarna,
Laufey Karlsdótttir, fulltrúi foreldra leikskólabarna

Auk þeirra menningar- og skólafulltrúi, Helga Gunnarsdóttir og leikskólafulltrúi, Sigrún Gísladóttir.

Fyrir tekið:

1. Skipan fulltrúa í jafnréttishóp.

Skólanefnd Akraness skipar Hannes Sigurðsson sem fulltrúa skólanefndar í þennan starfshóp.


2. Endurskoðun verklagsreglna leikskóla. Með fundarboði var send út endurskoðuð útgáfa af verklagsreglum leikskólanna. Sigrún Gísladóttir gerði grein fyrir helstu breytingum sem snerta eingöngu dvalartíma. Tillaga að nýjum verklagsreglum samþykkt samhljóða.


3. Innritun í grunnskólana. Helga Gunnarsdóttir gerði grein fyrir hverjar niðurstöður innritunar voru. Í Brekkubæjarskóla höfðu 30 nemendur verið innritaðir í verðandi 1. bekk og 38 í Grundaskóla. Ekki hafa allir nemendur skilað sér samkvæmt þeim upplýsingum sem eru í þjóðskrá. Guðrún Jóhannesdóttir mælist til þess fyrir hönd foreldra að gengið verði frá skiptingu í árdegis og síðdegisbekki fyrir maílok.


4. Önnur mál. Formaður sagði frá fundi sem hann sótti í Borgarnes. En þar fór fram kynning á nýrrí aðalnámskrá leikskólans á vegum menntamálaráðuneytisins og FÍL.





Fleira ekki gert fundi slitið.


Undirritun fundarmanna.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00