Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

19. fundur 03. október 2006 - 13:00

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands haldinn í fundarherbergi skólans miðvikudaginn 3. október 2006.


 

Mætt voru:         Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar

                         Hörður Helgason, skólameistari

                         Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari

                         Bergþóra Jónsdóttir

                         Borghildur Jósúadóttir

                         Hólmfríður Sveinsdóttir

                         Ingþór B. Þórhallsson

                         Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara

                         Steinunn Eik Egilsdóttir, fulltrúi nemenda


 

Formaður skólanefndar setti fundinn, bauð alla velkomna og bar upp fyrsta lið á dagskránni sem var:

 

1.    Upphaf haustannar 2006.

 

Skólameistari lagði fram upplýsingar um fjölda nemenda á haustönn, flokkaðar eftir brautum. Tilgreindi hann sérstaklega nám á sjúkraliðabraut, sem virðist vera mjög eftirsótt og eru alls 30 nemendur á þeirri braut.

Einnig nefndi hann sérstaklega nám í húsasmíði með vinnu.

Skólinn hefur tekið að sér kennslu í náttúrufræðum fyrir 10. bekk í Brekku-bæjarskóla. Skólameistari fór einnig yfir tölur um fjölda nemenda eftir sveitar-félögum og nefndi sérstaklega að þrír nemendur væru að sækja nám frá Kjalarnesi og einn frá Mosfellsbæ sem nýta sér strætó.

 

2.    Rekstarstaða skólans.

 

Skólameistari lagði fram blað með rekstarstöðu skólans miðað við 1. okt. 2006. Hann fór yfir rekstarstöðuna og sagði hana í samræmi við fjárframlög.

 

3.    Staða framkvæmda.

      

Formaður skólanefndar greindi frá því að störfum bygginganefndar vegna kennslumiðstöðvar B sé við það að ljúka. Beðið er eftir skriflegum staðfestingum á að búið sé að klára það, sem athugasemdir komu fram við í lokaúttekt. Framkvæmdum á lóðinni fer senn að ljúka og kostnaður verður innan áætlunar.

Hann bar inn á fundinn þær fréttir að í frumvarpi til fjárlaga næsta árs sé gert ráð fyrir 23,7 milljónum í byggingar húsnæðis fyrir byggingagreinar. Hann lagði fram tillögu um að stofnuð verði ný byggingarnefnd um verkefnið og lagði jafnframt til að hann sjálfur ásamt Pétri Óðinssyni, umsjónarmanni, sitji í nefndinni.

Var það samþykkt.

 

4.    Endurskoðun á samningi sveitarfélaga um skólann.

 

Formaður skólanefndar lagði fram tillögu að breyttum samningi og greindi frá þeim breytingum sem orðið hafa á honum og fór yfir þær breytingar. Hann lagði til við skólanefnd að samningurinn yrði samþykktur eins og hann lítur út sem var og gert. Skólameistara var falið að afla undirritunar þeirra sveitarfélaga sem standa að samningnum.

 

5.    Önnur mál.

 

Ekkert var undir önnur mál.

 

Fundi slitið kl: 13:00.

 

Ingþór B. Þórhallsson, fundarritari.

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00