Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

10. fundur 12. febrúar 2004 kl. 12:00 - 13:45

SKÓLANEFND FJÖLBRAUTASKÓLA VESTURLANDS Á AKRANESI

 

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haldinn í fundarherbergi skólans miðvikudaginn 12. febrúar 2004 kl. 12:00.


Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
 Hörður Helgason, skólameistari,
 Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari,
 Bergþóra Jónsdóttir,
 Borghildur Jósúadóttir,
 Guðrún Jóhannesdóttir,
 Guðrún Jónsdóttir,
 Pétur Ottesen.

Fulltrúi nemenda mætti ekki á fundinn.


Þorgeir Jósefsson formaður setti fundinn og bauð Pétur Ottesen velkominn á sinn fyrsta fund sem og Guðrúnu Jóhannesdóttur.

 

1. Yfirlit yfir skólastarfið á haustönn 2003 og það sem af er vorönn 2004.

Skólameistari  kynnti stöðu mála og lagði fram töflu um skiptingu nemenda eftir brautum og eftir kynjum. Einnig töflu sem sýnir skiptingu nemenda eftir póstnúmerum. Skólameistari dreifði einnig fréttayfirliti af heimasíðu skólans þar sem raktir eru helstu atburðir í skólalífinu.

 

2. Framkvæmdir við nýbyggingu.

 Þorgeir kynnti stöðu framkvæmda sem eru á áætlun eða því sem næst.

 

3. Bráðabirgðauppgjör fyrir árið 2003.

Skólameistari gerði grein fyrir málinu. Halli á rekstri ársins er kr. 4.162.712, miðað við bráðabirgðauppgjörið. Einnig greindi hann frá atriðum sem gera þarf athugasemdir við í ársskýrslu.
a. of lágar bætur vegna veikindaorlofs - vantar svar við bréfi þar um.
b. of lágt framlag vegna orlofs kennara (kr. 100.000) .
c. kostnaður vegna starfsþjálfunar sjúkraliðanema (kr.  686.921) sem ekki fæst greiddur eftir reiknilíkaninu.
d. miklar lagfæringar á raflögnum í eldri byggingu sem falla ekki undir viðhaldsverkefni sem Fasteignir ríkisins borga kr. 1.750.000.
e. ekki eru allir fagbóklegir áfangar viðurkenndir af menntamálaráðuneytinu sem slíkir og því er verri nýting en ella í fagbóklegum áföngum sem ekki hafa þá viðurkenningu.
f. útreikning á fjölda ársnemenda. Það munar 12 ársnemendum á útreikningi skólans á fjölda ársnemenda og á uppgjöri sem skólinn hefur fengið frá menntamálaráðuneytinu vegna nemendafjölda á árinu 2003.

 

4. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.

Skólameistari kynnti áætlunina. Gert er ráð fyrir framlögum og tekjum að kr. 345.100.000  Rekstrarkostnaður áætlaður kr. 345.100.000.

 

5. Bréf frá nemendum vegna skylduáskriftar að mötuneyti.

Samkvæmt upplýsingum sem skólameistari hefur aflað og kynnti á fundinum er skylduaðild að mötuneyti í öllum framhaldsskólum sem hafa heimavist.
 Sem hluta af gæðakerfi skólans var samþykkt að gera viðhorfskönnun hjá nemendum sem eru í áskrift í mötuneytinu um hvernig málum sé best fyrir komið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:45.   
     
Pétur Ottesen, fundarritari.


  

  


 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00