Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

9. fundur 15. október 2003 kl. 12:00 - 14:00

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands var haldinn í fundarherbergi skólans 15. október 2003 og hófst hann kl. 12:00.


Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
 Bergþóra Jónsdóttir,
 Borghildur Jósúadóttir,
 Guðrún Jónsdóttir,
 Hörður Helgason skólameistari,
 Atli Harðarson aðstoðarskólameistari,
 Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara,
 Þorkell J. Steindal, fulltrúi nemenda.


1. Ýmsar upplýsingar um haustönn 2003.

Skólameistari lagði fram blað með upplýsingum um nemendafjölda á haustönn.
19 nemendahópur, með kennurum, frá menntaskóla í Gotlandi í Svíþjóð er nú í 2ja vikna heimsókn.
 Áframhaldandi samskipti eru við Mílanó.  Hópur héðan í heimsókn í Mílanó, kennararnir Eiríkur Guðmundsson, Steinunn Eva Þórðardóttir, Gyða Bentsdóttir og Flemming Madsen og 10 nemendur.  Hluti af starfsmenntunaráætlun Leonardo.  Kennararnir eru í viku kynnisferð, en nemendurnir dvelja í Mílanó í 3 vikur í starfsþjálfun í tengslum við nám sitt hér.  Þessar heimsóknir eru styrktar af starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins sem kennd er við Leonardo da Vinci.
Félagslíf nemenda gengur vel.  Stjórn nemendafélagsins stendur sig vel.

 

2. Fjárhagsstaða skólans.

Skólameistari lagði fram upplýsingar um fjárhagsstöðu skólans miðað við 1. október 2003. Miðað við þær forsendur sem gengið er út frá, stefnir í að rekstur skólans verði í jafnvægi.

 

3. Væntanlegar fjárheimildir til skólans 2004, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir 2004.

Skólameistari lagð fram blað með upplýsingum um fjárframlög fyrir 2004 samkvæmt frumvarpi til fjárlaga.
Samkvæmt fjárlögum fær skólinn 293.600.000.- kr. á árinu 2003 á móti 277.900.000.- kr. fyrir árið 2004 samkvæmt fjárlagafrumvarpi.  Þessar tölur eru án framlags til sérkennslu.  Forsendurnar ganga út frá 510 ársnemendum (ársnemandi er nemandi sem skilar sér til prófs í 35 einingum á árinu) árið 2004.  Ársnemendur árið 2002 voru 552 og líkleg tala fyrir árið 2003 er 255.
 Skólanefnd mótmælir harðlega þeim tillögum sem fram eru settar í frjárlagafrumvarpinu, því samkvæmt þeim er skólanum gert að fækka nemendum um allt að 80 á haustönn 2004.

Skólanefnd samþykkir að skólameistari og formaður skólanefndar sendi bréf til menntamálaráðuneytisins, þar sem þessum forsendum fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2004 er harðlega mótmælt.


4. Staða nýbyggingar.
Tilboð í fyrri hluta nýbyggingar voru opnuð 7. október 2003.  Byggingarnefnd hefur ákveðið að taka upp viðræður við Loftorku í Borgarnesi á grundvelli tilboðs þeirra.

 

5. Önnur mál.
Fyrirspurn um utanskólaáfanga.
 Skólinn er hættur að bjóða upp á U-áfanga (utanskólaáfanga) en boðið er upp á P-áfanga.  Þeim sem sækja um utanskólanám er vísað á skóla sem bjóða upp á fjarnám.

 

 Fleira ekki gert.

 Borghildur Jósúadóttir fundarritari

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00