Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

222. fundur 06. september 2023 kl. 08:00 - 11:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varaformaður
  • Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja
  • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Kristjana H. Ólafsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Kynning á tíma og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024 sem samþykkt var í bæjarráði 10. ágúst síðast liðinn.
Lagt fram til kynningar.

2.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Vinna við forgangsröðun verkefna.
Skóla- og frístundaráð leggur til að starfshópur um stefnumótun Akraneskaupstaðar haldi vinnufund um stefnuna með bæjarfulltrúum, ráðsfólki og stjórnendum málaflokka hjá kaupstaðnum.

3.Samfélagsmiðstöðin Dalbraut 8 - uppbygging- framkvæmd verkefnisins

2205146

Loka hönnun Samfélagsmiðstöðvar lögð fram til kynningar. Um er að ræða niðurstöðu samráðsfunda stýrihóps, forstöðumanna og hönnuða þar sem lögð var áhersla á að fá fram öll sjónarmið og finna lausnir til að mæta öllum hagaðilum sem best. Á síðasta fundi stýrihóps ásamt forstöðumönnum þann 5.07.23 var samdóma álit forstöðumanna að hönnun á rými Samfélagsmiðstöðvar væri lokið og að sátt væri með útkomuna.
Er það mat skóla- og frístundaráðs að einstaklega vel hafi tekist til með hönnun samfélagsmiðstöðvar sem á metnaðarfullan hátt kemur til móts við fjölbreyttar þarfir ólíkra starfsstöðva innan sömu byggingar. Skóla- og frístundaráð vill þakka forstöðumönnum, stýrihópi og hönnuðum fyrir góða niðurstöðu og sitt framlag til verkefnisins.

4.Mánaðaryfirlit 2023

2303108

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri fer yfir stöðu málaflokksins.
Skóla- og frístundaráð þakkar Kristjönu fyrir yfirferð á stöðu málaflokksins fyrstu sex mánuði ársins.
Kristjana víkur af fundi.

5.ÍA - rekstur, samskipti og samningur 2022-2026

2204124

Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍA og Daníel Sigurðsson Glad forstöðumaður íþróttamannvirkja- og íþróttamála ræða málefni ÍA, aðildarfélaga og íþróttamannvirkja. Þar á meðal drög að viðauka við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness sem gerður er til að skýra mistúlkandi ákvæði/atriði samningsins.
Skóla- og frístundaráð þakkar Guðmundu og Daníel fyrir gott og mikilvægt samtal. Drög að viðauka við þjónustusamning ÍA og Akraneskauðstaðar fer til umfjöllunar hjá stjórn ÍA 12. september n.k. og verða tekin fyrir aftur á næsta fundi ráðsins.

6.Íþróttahús á Jaðarsbökkum - uppsteypa og ytri frágangur

2204184

Farið yfir stöðu framkvæmdar. Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstarstjóri fylgja málinu eftir fyrir hönd skipulags- og umhverfissviðs.
Skóla- og frístundaráð þakkar Ásbirni fyrir kynninguna.

7.Íþróttahúsið Vesturgötu - loftgæði

2309022

Alfreð Alfreðsson umsjónarmaður fasteigna og Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri fara yfir stöðu framkvæmda og framkvæmdaþörf. Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri Brekkubæjarskóla situr fundinn undir þessum lið.
Alfreð og Ásbjörn fóru yfir þær endurbætur sem hafa verið gerðar á íþróttahúsinu við Vesturgötu og sögðu frá úttekt Verkís á ástandi hússins og loftgæðum. Skýrsla er væntanleg sem kynnt verður á næsta fundi í skipulags- og umhverfisráði og skóla- og frístundaráði. Í framhaldinu verða teknar ákvarðanir um næstu skref.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00