Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

220. fundur 02. ágúst 2023 kl. 08:00 - 10:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Magni Grétarsson varamaður
  • Vilborg Guðný Valgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
Starfsmenn
  • Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Anney Ágústsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Bæjarstjórn unga fólksins 2023

2307090

Tillaga að dagsetningur fyrir bæjarstjórnarfund unga fólksins 2023.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að bæjarstjórnarfundur unga fólksins verði haldinn 21. nóvember 2023.

2.Málefni leikskólastigsins 2023

2307091

Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri á Garðaseli, Guðrún Bragadóttir leikskólastjóri á Akraseli, Vilborg Valgeirsdóttir leikskólastjóri á Vallarseli og Íris G. Sigurðardóttir leikskólastjóri á Teigaseli sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð þakkar Ingunni Ríkharðsdóttur fyrir erindið um áskorun styttingar vinnuvikunnar í leikskólum. Ráðið þakkar jafnframt leikskólastjórum fyrir gagnlegar umræður um málefnið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við stjórnendur leikskólanna.

3.Sveigjanleiki í vistun barna - minnisblað

2303044

Á fundi skóla- og frístundaráðs 8. mars s.l. var samþykkt tillaga um sveigjanleika á vistun barna í leikskóla sem felur í sér möguleika á styttingu dvalartíma á föstudögum gegn niðurfellingu gjalda sem því nemur sem bæjarráð samþykkti á fundi 16.mars með eftirfarandi bókun:

Bæjarráð samþykkir útfærslu um sveigjanleika í vistunartíma barna og að framkvæmdin verði án breytinga í reiknilíkunum leikskólanna. Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs framkvæmd málsins í samvinnu við leikskólastjóra. Gert er ráð fyrir að útfærslan og mögulegur kostnaðarauki verði kynntur fyrir bæjarráði um leið og útfærslan liggur fyrir.



Ingunn Ríkharðsdóttir, Guðrún Bragadóttir, Vilborg Valgeirsdóttir og Íris G. Sigurðardóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frítundaráð felur sviðsstjóra að taka saman upplýsingar um útfærslu á sveigjanlegri vistun barna og kostnaði við verkefnið.

4.Fagháskólanám í leikskólafræði

2307092

Ingunn Ríkharðsdóttir, Guðrún Bragadóttir, Vilborg Valgeirsdóttir og Íris G. Sigurðardóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Skóla- og frístundaráð tekur jákvætt í erindið og heimilar sviðsstjóra að ganga frá samningi um samstarf um fagháskólanám í leikskólafræði milli Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Akraneskaupstaðar.



Guðrún, Vilborg og Íris víkja af fundi.

5.Fjárheimildir til kaupa á stofnbúnaði í leikskólann Garðasel

2307180

Erindi frá stjórnendum Garðasels vegna fyrirhugaðra kaupa á stofnbúnaði fyrir leikskólann.
Skóla- og frístundaráð fer þess á leit við bæjarráð að stjórnendur Garðasels fái umbeðna fjárheimild til búnaðarkaupa fyrir leikskólann.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00