Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

195. fundur 17. ágúst 2022 kl. 08:00 - 10:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Jónína Margrét Sigmundsdóttir formaður
 • Einar Brandsson varaformaður
 • Liv Aase Skarstad aðalmaður
 • Arnbjörg Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Sigurður Arnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra grunnskóla
 • Hrafnhildur Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Guðrún Hjörleifsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara grunnskóla
 • Íris Guðrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
 • Guðrún Sigvaldadóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara
 • Gíslína Erna Valentínusdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Guðrún Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna
Starfsmenn
 • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
 • Dagný Hauksdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Búnaðarkaup fyrir unglingastig grunnskólanna

2208012

Stuðningur við aukna tæknivæðingu í grunnskólunum með kaupum á fartölvum fyrir nemendur í 8.-10. bekk til notkunar í námi.
Skóla- og frístundaráð fagnar þeim áherslum sem koma fram í bókun bæjarráðs sem mun styðja við uppbyggingu tæknivæðingar innan grunnskólanna. Lagt er til að unnar verði samræmdar reglur um umgengni og ábyrgð námstækjanna.

2.Garðasel - útibú

2206029

Uppfært reiknilíkan fyrir leikskólann Garðasels vegna fjölgunar barna / stækkunar leikskólans.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs þar sem óskað er eftir viðauka kr. 29.340.810 til þess að mæta fjölgun stöðugilda í Garðaseli vegna fjölgunar barna leikskólanum.

3.Starfsemi leikskólanna 2022 - 2023

2208013

Skóla- og frístundaráð felur sviðsstjóra að útfæra tillögur að gjaldfrjálsum tíma í desember 2022 og erindið tekið aftur upp á næsta fundi ráðsins.

4.Námsleyfi í leikskólum

2002322

Skóla- og frístundaráð samþykkir tillögu að greiðslum til leikskólanna vegna náms leikskólastarfsmanna sem stunda nám í leikskólafræðum samhliða vinnu og fá að sækja tíma á launum. Ekki er gert ráð fyrir viðauka vegna þessa kostnaðar þar sem fjármagn er til í fjárhagsáætlun sviðsins.

5.Klifurfélag ÍA - aðstöðumál

2111203

Erindi Klifurfélagsins um hækkun árlegs framlags Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði (mennta- og menningarráði).
Skóla- og frístundaráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Klifurfélaginu og vísar erindinu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00