Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

159. fundur 20. apríl 2021 kl. 16:00 - 18:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Guðjón Snær Magnússon áheyrnarfulltrúi ungmenna
  • Ívar Orri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir Verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Barnvænt sveitarfélag- sveitarfélag með réttindi barna að leiðarljósi

2005059

Sameiginlegur fundur með velferðar- og mannréttindaráði varðandi erindisbréf fyrir stýrihóp verkefnisins.
Kristinn Hallur Sveinsson formaður velferðar- og mannréttindaráðs, Anna Þóra Þorgilsdóttir aðalmaður velferðar- og mannréttindaráðs, Einar Brandsson varaformaður velferðar- og mannréttindaráðs, Svala Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs og Sveinborg L. Kristjánsdóttir félagsmálastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð samþykkir erindisbréfið og vísar afgreiðslu í bæjarráð.

2.Ungmennaráð 2021

2104146

Kynning á starfi og verkefnum ungmennaráðs Akraneskaupstaðar.
Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri í Þorpinu og Guðjón Snær Magnússon formaður ungmennaráðs koma inn á fundinn undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða kynningu og umræðu. Ráðið samþykkir að boða sameiginlegan fund með ungmennaráði á seinni fund ráðsins í maí 2021.

Guðjón Snær víkur af fundi.

3.Sumarnámskeið/leikjanámskeið 2021

2104145

Kynning á þeim námskeiðum sem Akraneskaupstaður býður upp á sumarið 2021.
Ívar Orri situr áfram undir þesum lið.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir kynninguna.


Ívar Orri víkur af fundi.

4.Innritun í leikskóla 2021

2101286

Afgreiðsla erindis leikskólans Akrasel varðandi aðbúnað vegna innritunar sem frestað var á síðasta fundi.
Skóla- og frístundaráð samþykkir erindið og vísar afgreiðslu í bæjarráð.

5.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur

2005083

Viðbætur við samstarfssamning við Skátafélag Akraness.
Skóla- og frístundaráð samþykkir viðbætur og felur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að ganga frá samningi við Skátafélag Akraness.

6.Heilsueflandi samfélag

1802269

Kynning á verkefnum Heilsueflandi samfélag Akraness.
Skóla- og frístundaráð þakkar verkefnastjóra skóla- og frístundasviðs fyrir góða kynningu.


Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES og VJ).

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00