Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

147. fundur 19. nóvember 2020 kl. 17:30 - 18:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra
  • Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna
Starfsmenn
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Leikskóli Skógarhverfi - hönnun og samningar

2008156

Kynning á stöðu hönnunar á nýjum leikskóla.
Anney Ágústsdóttir áheyrnarfulltrúi stjórnenda í leikskóla og Ragnheiður Ásta Brynjólfsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna sátu fundinn undir þessum lið.

Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna kynntu stöðu á hönnun nýs leikskóla.

Skóla- og frístundaráð þakkar fyrir góða samantekt á stöðunni.

Karl, Alfreð og Ragnheiður víkja af fundi.

2.Leikskólar - ytra mat 2021

2010265

Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á leikskólum árið 2021 og auglýsir eftir umsóknum.
Anney situr áfram undir þessum lið.

Skóla- og frístundaráð hvetur leikskólanna á Akranesi til senda umsókn um þátttöku í ytra mati Menntamálastofnunar.

3.Fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2022-2024

2009162

Umræða um vinnu við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2021 og vísað áfram til næsta fundar.

Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.
Sign (BD, RBS, SMS, FES).

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00