Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

143. fundur 06. október 2020 kl. 16:00 - 17:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Bára Daðadóttir formaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Sérfræðiþjónusta í leikskóla

2009124

Ósk um viðbótarfjármagn vegna sérfræðiþjónustu á leikskóla.
Skóla- og frístundaráð óskar eftir gerð viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 2.180.000 vegna launakostnaðar vegna aukins þörf á sérfræðiþjónustu. Einnig er óskað eftir að tekið verði tillit til breytinganna við fjárhagsáætlunargerð 2021.

2.Þjónustuþörf nemenda

2009169

Lagt fram til kynningar.

3.Menntastefna- endurnýjun

2002069

Kynning á tilboðum um framkvæmd og innleiðingu verkefnisins.
Lagt til kynningar.

4.Covid-19 staðan á skóla- og frístundasviði

2003147

Skóla- og frístundaráð þakkar gott yfirlit yfir stöðuna. Ráðið samþykkir að leggja til að sundlaugin á Jaðarsbökkum verði lokuð fyrir almenning frá kl. 8:00-14:00 á meðan sundkennsla nemenda fer fram a.m.k. næstu tvær vikurnar á meðan óvissa ríkir vegna Covid-19. Sundlaugin verður opin fyrir almenning á milli 6:00-8:00 og svo eftir kl. 14:00 fram að lokun virka daga.

5.Aðgangsstýring inn í íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar.

2010020

Skóla- og frístundaráð óskar eftir því við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að skoða hvaða aðgangsstýring myndi gagnast best í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar og gert verði kostnaðarmat.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00