Fara í efni  

Skóla- og frístundaráð

66. fundur 16. ágúst 2017 kl. 08:00 - 09:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þórður Guðjónsson formaður
  • Sigríður Indriðadóttir varaformaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Inga Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
  • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs
Dagskrá

1.Innritun í leikskóla á Akranesi

1706078

Í annarri viku ágústmánaðar kom í ljós að starfsemi tveggja dagmæðra á Akranesi verður ekki eins og til stóð. Þar með missa níu börn dagforeldrapláss.
Skóla- og frístundaráð samþykkir að elstu börn ársins 2016 verði tekin inn á leikskóla þar sem pláss og fjármagn leyfir innritun. Markmiðið með ákvörðuninni er að leysa úr þeim bráða vanda sem skapaðist hjá foreldrum þegar tveir dagforeldrar hættu skyndilega starfsemi í upphafi starfsárs nú í ágúst.

2.Frístund grunnskóla fyrir börn í 3. og 4. bekk

1708077

Kynntar hugmyndir um þróun frístundastarfs fyrir börn í 3. og 4. bekk.

Fundi slitið - kl. 09:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00