Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

96. fundur 03. desember 2001 kl. 15:00 - 17:50

96. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 3. desember 2001 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
  Sigurlína G. Júlíusdóttir,
  Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarsona byggingar og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Vogar/ Flæðilækur 131242, fyrirspurn. (000.334.04) Mál nr. SN010053
010137-2339 Ármann Gunnarsson, Garðagr. Steinsstaðir, 300 Akranesi
Bréf Ármanns Gunnarssonar dags. 28. nóv. 2001, þar sem Ármann gerir fyrirspurn til skipulagsnefndar, um álit hennar á að endurbyggja fjárhús og hlöðu.
Skipulagsnefnd leggst gegn endurbyggingu fjárhúss og hlöðu, á svæði sem ætlað er fyrir íbúðasvæði og skógrækt samkvæmt gildandi aðalskipulagi.

2. Þjóðbraut 1, fyrirspurn. (000.593.03) Mál nr. SN010054
Bréf eigenda Þjóðbrautar 1 varðandi álit nefndarinnar á að reisa veslunar- og íbúðarhús á ofangreindri lóð.  Meðfylgjandi er riss af hugmyndinni.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir um verslunar- og skrifstofuhúsnæði miðað við hús að hámarki 4 hæðir og nýtingarhlutfall að hámarki 0,8.  Miðað er við möguleika á íbúðarnotkun á 3. og 4. hæð, enda ábyrgist  lóðarhafar að íbúðir uppfylli ströngustu kröfur byggingarreglugerðar um hljóðvist.  Framkomnar hugmyndir kalla á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi.

3. Garðagrund / Garðar, áfengisleyfi.   (001.975.03) Mál nr. BN010125
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 18. okt. sl. Varðandi umsögn skipulagsnefndar um endurnýjun eldra leyfis vegna flutnings í nýtt húsnæði fyrir veitingastofu í Steinaríki Íslands.
Um er að ræða umsókn um áfengisleyfi á svæði sem skilgreint er sem stofnanasvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi.  Skipulagsnefnd telur að áfengisleyfi fari ekki saman við ákvæði gildandi aðalskipulags um landnotkun.  Nefndin telur koma til greina að veita áfengisleyfið með því skilyrði að aðalskipulagi verði breytt innan 12 mánuða.

4. Tindaflöt  1-5, breyting.  Mál nr. SN010051
Bréf Pálma Guðmundssonar arkitekts fyrir hönd Ístaks hf. um heimild til að breyta deiliskipulagi á ofangreindri lóð.  Breytingin fellst í að fjölga íbúðum í 12, hækka hús úr tveimur hæðum í þrjár, stækka byggingarreit og stækkun lóðar.  Meðfylgjandi eru tillaga að breytingunni.
Skipulagsnefnd leggst gegn því að gildandi deiliskipulagi verði breytt varðandi hæð á húsi og fjölda bílastæða.  Gildandi deiliskipulag miðar við tveggja hæða hús og 2 bílastæði á íbúð.

 5. Suðurgata, hraðahindranir.  Mál nr. SN010052
121157-6679 Gísli Breiðfjörð Árnason, Suðurgata 88, 300 Akranesi
Tölvupóstur Gísla dags. 22. nóv. 2001 varðandi hraðahindranir á Suðurgötu.
Skipulagsnefnd leggur til að miðað verði við að sett verði hraðahindrun með gangbraut á móts við Suðurgötu 32 og milli Suðurgötu 97 og 99.

Þorvaldur Magnússon vék af fundi kl. 16:15.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00