Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

93. fundur 05. nóvember 2001 kl. 15:00 - 17:40

93. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 5. nóvember 2001, kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Lárus Ársælsson,
 Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Ritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.

1. Framkvæmdaáætlun.  Mál nr. SN010048
Tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir skipulagsnefnd 2002.
Nefndin samþykkir drög að forgangsröðun verkefna.  Formanni skipulagsnefndar falið að gera bæjarráði grein fyrir framkvæmda- og kostnaðaráætlun skipulagsnefndar fyrir árið 2002.

2. Garðagrund/Kirkjugarður 173805. (001.973.03) Mál nr. SN010044
Bréf Indriða Valdimarssonar fyrir hönd sóknarnefndar Akraneskirkju, óskar eftir áliti skipulagsnefndar um hönnun Kirkjugarðs Akraness, samkvæmt teikningu Sigurbjargar 'O. Áskelsdóttur landslagsarkitekts.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að svara erindinu.

3. Þjóðbraut 14. (001.855.09) Mál nr. SN010041
500269-4649 Olíufélagið HF, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar fyrir hönd Olíufélagsins um álit nefndarinnar á byggingu sjálfsafgreiðslustöð á ofangreindri lóð, einnig er gerð fyrirspurn um leyfi fyrir inn- og útakstri frá Innnesvegi auk inn- og útakstri frá Þjóðbraut.  Meðfylgjandi er teikning Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts, Alark arkitektar sf., Hamraborg 7, Kópavogi.
Vísað er til afgreiðslu á 92. fundi nefndarinnar sem haldinn var þann 22. okt. sl.

4. Skólabraut 15-17, umferðarmál. (000.867.15) Mál nr. SN010047
Bréf bæjarritara dags. 25. okt. sl. fyrir hönd bæjarráðs, varðandi erindi sóknarnefndar Akraneskirkju dags. 23. okt. sl. um ónæði af umferð á Skólabraut meðan athafnir fara fram.
Skipulagsnefnd mælir ekki með því að Skólabraut verði lokað meðan athafnir í kirkjunni fara fram, en leggur til að þessi mál verði skoðuð sérstaklega við endurskoðun deiliskipulags Akratorgsreits.  Heiðrún Janusardóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

5. Skarðsbraut, umferðarmál.  Mál nr. SN010040
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 1. nóv. sl.  Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulagsnefndar á mótmælum eigenda húsanna á Skarðsbraut 2 og 4.  Meðfylgjandi er bréf eigenda dags 25. október 2001.
Deiliskipulag fyrir Garðabraut 3-5 miðast við að bílastæðakröfur séu alfarið uppfylltar með bílastæðum innan lóðar.  Nefndin telur jafnframt að bílastæðakröfur fyrir fjölbýlishúsið Skarðsbraut 1-3-5 séu alfarið uppfylltar innan lóðar.  Skipulagsnefnd staðfestir fyrri tillögu nefndinnar um bann við lagningu bifreiða á vesturkanti Skarðsbrautar þar sem hún hefur aukið umferðaröryggi að leiðarljósi.

6. Ásar golfvöllur. (001.744.03) Mál nr. BN010122
Bréf bæjarritara dags. 1. nóv. sl.  fyrir hönd bæjarráðs þar sem samþykkt var að vísa erindi Golfklúbbsins Leynis til umsagnar skipulagsnefndar.  Meðfylgjandi er bréf Golfklúbbsins dags. 29. okt. 2001, varðandi ósk um gerð deiliskipulags golfvallar - og skógræktarreits og vegtengingu.
Samkvæmt tillögu skipulagsnefndar til bæjarráðs að framkvæmda- og kostnaðaráætlun fyrir árið 2002, er miðað við að á árinu verði unnið deiliskipulag fyrir golfvallar- og skógræktarsvæðið.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00