Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

92. fundur 22. október 2001 kl. 15:00 - 17:55

92. fundur skipulagsnefndar Akraness verður haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 22. október 2001 kl. 15:00.

Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Lárus Ársælsson,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Edda Agnarsdóttir,
 Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Ritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.

1. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8.  Mál nr. SN010016
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Hjördís og Dennis arkitektar mæta á fundinn kl. 15:00 og fara yfir tillögu að deiliskipulagi.
Umræður.

2. Faxabraut 11. (000.883.03) Mál nr. SN010043
Bréf bæjarráðs dags 9. október sl. varðandi nýjan búnað til lestunar sements á bíla Sementsverksmiðjunnar hf.
Framkomin hugmynd kallar á breytingu á deiliskipulagi.  Skipulagsnefnd leggst ekki gegn framkominni hugmynd, miðað við að breidd á akbraut sé að minnsta kosti 8 m, gangstéttir a.m.k. 1,5 m á breidd og ekki verði um að ræða rykmengun frá búnaðinum við notkun hans.

3. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1-2.  Mál nr. SN010018
Umfjöllun um framkomna tillögu að deiliskipulagi fyrir klasa 1-2.
Skipulagsnefnd felur Kanon arkitektum að fullvinna deiliskipulag fyrir klasa 1 og 2 samkvæmt framkominni tillögu.

4. Þjóðbraut 14,   (001.855.09) Mál nr. SN010041
500269-4649 Olíufélagið HF, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar fyrir hönd Olíufélagsins um álit nefndarinnar á byggingu sjálfsafgreiðslustöð á ofangreindri lóð, einnig er gerð fyrirspurn um leyfi fyrir inn- og útakstri frá Innnesvegi auk inn- og útakstri frá Þjóðbraut.  Meðfylgjandi er teikning Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts, Alark arkitektar sf., Hamraborg 7, Kópavogi.
Skipulagsnefnd vísar til gildandi deiliskipulags, varðandi notkun, útfærslu og fyrirkomulag á innkeyrslu á lóð.

5. Garðagrund/Kirkjugarður 173805. (001.973.03) Mál nr. SN010044
Bréf Indriða Valdimarssonar fyrir hönd sóknarnefndar Akraneskirkju, óskar eftir áliti skipulagsnefndar um hönnun Kirkjugarðs Akraness, samkvæmt teikningu Sigurbjargar ?O. Áskelsdóttur landslagsarkitekts..
Lagt fram.
 6. Hringtorg  
Bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs varðandi heimild skipulagsnefndar að staðsetja höggmyndina ?Fótboltamenn? fyrir miðju hringtorgsins.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu á listaverki samkvæmt framkomnum hugmyndum.  Edda Agnarsdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:55.

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00