Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

89. fundur 24. september 2001 kl. 15:00 - 17:25

89. fundur skipulagsnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 24. september 2001 kl. 15:00.

Mættir voru: Jóhannes Snorrason formaður,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Lárus Ársælsson,
 Edda Agnarsdóttir,
 Heiðrún Janusardóttir.
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann sviðstjóri tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Ritari var Hafdís Sigurþórsdóttir.

1. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 1-2.  Mál nr. SN010018
Umræður um framkomnar hugmyndir um deiliskipulag.
Nefndin leggur til að lóðir á suðurkanti verði fækkað í 2 x 3 lóðir miðað við samskonar hugmynd að útfærslu á vegg á lóðarmörkum.  Farið verði yfir deiliskipulagstillögu miðað við að 15-20 einbýlishúsalóðir með lóðarstærð að lágmarki 700 m2 komist fyrir innan deiliskipulagsins til viðbótar við lóðir á suðurkanti.

2. Garðabraut 2, áfengisleyfi. (000.681.01) Mál nr. BN010102
041274-4339 Gunnvör Braga Jónsdóttir , Vallarbraut 1, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs varðandi umsögn um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Pizza 67.  Meðfylgjandi eru tilskilin gögn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framkomna umsókn um leyfi til áfengisveitinga þar sem það samræmist gildandi deiliskipulagi.

3. Skagabraut og Suðurgata, gangbrautir.  Mál nr. SN010038
Fyrirspurn forstöðumanns fyrirtækjasviðs um gangbrautir á Skagabraut og Suðurgötu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að sett verði gangbraut við enda Skagabrautar rétt neðan hringtorgs.  Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna varðandi liði nr. 2, 3 og 4 í bréfi bréfritara.

4. Flutningabílar.  Mál nr. SN010039
Tillaga varðandi takmörkun á umferð flutningabíla um Kirkjubraut og Skólabraut.
Með vísan til fundargerðar skipulagsnefndar frá 29. maí sl. er byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að senda öllum vöruflutningaaðilum á svæðinu bréf, með ósk um að allri umferð vöruflutningabifreiða verði beint af Kirkjubraut og Skólabraut.  Jafnframt leggur nefndin mikla áherslu á að framtíðar vöruflutningaleið um Þjóðbraut verði fullgerð sem fyrst.  Ennfremur verði við fyrirliggjandi endurskoðun deiliskipulags hafnarsvæðis farið yfir útfærslu á gatnamótum Faxabrautar og Akursbrautar með tilliti til aksturs stórra flutningabíla.

5. Skarðsbraut, umferðarmál.  Mál nr. SN010040
Greinargerð byggingar- og skipulagsfulltrúa varðandi lagningu bifreiða við Skarðsbraut.
Skipulagsnefnd leggur til að bönnuð verði lagning bifreiða við vesturkant Skarðsbrautar frá Garðabraut að innkeyrslu að Skarðsbraut 1-3-5.
 

6. Akratorgsreitur - deiliskipulag.  Mál nr. SN000039
Tillaga byggingar- og skipulagsfulltrúa vegna vinnu við endurskoðun deiliskipulags Akratorgsreits.
Nefndin samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa, sem miðast við að skipulagsráðgjafar verði leystir frá frekari vinnu við almenna endurskoðun deiliskipulags Akratorgsreits, en þeim þess í stað falið að fullvinna nú þegar breytingar á deiliskipulagi Akratorgsreits varðandi Kirkjubraut 25 og Vesturgötu 48 samanber fundargerðir skipulagsnefndar um þær breytingar.

7. Vogahverfi  -  deiliskipulag, breyting.  Mál nr. SN010007
Tillaga byggingar- og skipulagsfulltrúi um að  deiliskipulag Vogahverfis verði endurskoðað.
Nefndin samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa, sem miðast við að úthlutaðar lóðir í Vogahverfi verði innkallaðar nú þegar og að um frekari lóðaúthlutanir verði ekki að ræða fyrr en lokið hefur verið við endurskoðun á deiliskipulagi Vogahverfis.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  17:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00