Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

79. fundur 10. júlí 2001 kl. 13:00 - 14:00

79. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 10. júlí 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Edda Agnarsdóttir,
 Heiðarún Janusardótti varamaður,
Auk þeirra Byggingar og skipulagsfulltrúi Magnús Þórðarson og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Flatahverfi, deiliskipulag klasa 7-8.  Mál nr. SN010016
Val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Arkitektastofu Hjördísar og Dennis um vinnu við deiliskipulag klasa 7-8 í Flatahverfi og deiliskipulag svæðis við Ægisbraut.
2. Ægisbraut, deiliskipulag.,    Mál nr. SN010004
Val á ráðgjöfum til deiliskipulagsvinnu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við Arkitektastofu Hjördísar og Dennis um vinnu við deiliskipulag klasa 7-8 í Flatahverfi og deiliskipulag svæðis við Ægisbraut.
3. Vogabraut 5. Viðbygging og endurbætur   (00.056.402) Mál nr. BN010054
681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi
Grenndarkynning sem fram fór vegna viðbyggingar við fjölbrautarskóla Vesturlands.  Leitað var álits eiganda húsanna nr. 63 og 65 við Heiðarbraut.
Framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi hefur verið kynnt fyrir eigendum húsanna nr. 63 og 65 við Heiðarbraut.  Engar athugasemdir komu fram.  Nefndin leggur því til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  14:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00