Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

71. fundur 08. maí 2001 kl. 13:00 - 15:15
71. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, 8. maí 2001 kl. 13:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason formaður,
 Edda Agnarsdóttir,
 Lárus Ársælsson,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
 Heiðrún Janusardóttir varamaður.
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Akratorgsreitur - deiliskipulag.,   Mál nr. SN000039
Drög að breytingu á deiliskipulagi.
Bjarni Vésteinsson mætti á fundinn, farið var yfir hugmyndir að deiliskipulagi lóðanna kringum Kirkjubraut 11.
2. Flatahverfi deiliskipulag klasa 1 og 2.,   Mál nr. SN010015
Drög að samningi við Kanon arkitekta.
Málin rædd.
3. Stillholt 2, Breytt notkun.   (00.081.301) Mál nr. BN010033
230156-2399 Eggert Guðmundsson, Fífurima 24, 112 Reykjavík
Bréf Sigtryggs Magnússonar fyrir hönd Eggerts varðandi álit nefndarinnar á að breyta húsinu nr. 2 við Stillholt.  Breytingin felst í því að grafnir verða 3 m af jarðvegi frá húsinu hvorum megin, byggt verði ofan á húsið og því breytt í u.þ.b. 550 m2 byggingu sem í verða 4 íbúðir.  Meðfylgjandi er riss af byggingunni.
Jóhannes Snorrason vék af fundi meðan málið var rætt.  Málinu frestað, byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að athuga með nýtingarhlutfall og hæðir húsa á næstu lóðum.
4. Umferðarmál.,   Mál nr. SN010001
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarstjórnar dags. 25. apríl sl. varðandi samþykkt bæjarstjórnar um hámarkshraða og akstur flutningabifreiða um Kirkjubraut og Skólabraut.
Skipulagsnefnd leggur til að farið verði yfir ákvæði um hámarkshraða bifreiða í íbúðagötum við endurskoðun deiliskipulags á hverjum deiliskipulagsreit fyrir sig.  Nefndin felur formanni að afla upplýsinga um leiðir til að takmarka þungaflutninga og akstur flutningabifreiða um Kirkjubraut og Skólabraut.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:15.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00