Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

69. fundur 04. apríl 2001 kl. 13:00 - 15:50

69. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, 4. apríl 2001, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður,
 Edda Agnarsdóttir,
 Sigurlína G. Júlíusdóttir,
Auk þeirra Þorvaldur Vestmann forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs, Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Flatahverfi.
Tillaga formanns og byggingar- og skipulagsfulltrúa um framhald deiliskipulags Flatahverfis.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við Kanon arkitekta um deiliskipulag á klasa 1 og 2.  Formanni skipulagsnefndar og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að leggja fram tillögu að vali á ráðgjafa til að vinna deiliskipulag fyrir klasa 7 og 8.

2. Vogahverfi - deiliskipulag.
Hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi í Vogahverfi.  Bréf Þóris Guðmundssonar varðandi byggingarskilmála í Vogahverfi.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að svara bréfritara með hliðsjón af gildandi deiliskipulagsskilmálum.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að láta athuga með að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Vogahverfi með hliðsjón af framkomnum hugmyndum um umferðartengingu og ábendingum umhverfisnefndar um aðkomu að útivistarsvæðinu við Innsta-Vog.  Jafnframt verði farið yfir ákvæði deiliskipulagsins um byggingarskilmála.

3. Lóð undir aðflutt hús.
110368-4619  Freyr Arnarson, Langeyrarvegi 13, 220 Hafnarfirði.
Bréf dags 13. mars 2001 varðandi lóð undir gamalt hús sem fyrirhugað er að flytja frá Hafnarfirði.  Meðfylgjandi eru ljósmyndir af húsinu og riss.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að senda bréfritara lista yfir lóðir sem koma til greina.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00