Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

42. fundur 22. febrúar 2000 kl. 13:00 - 15:05
42. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. febrúar 2000.


Mættir: Jóhannes Snorrason formaður, Edda Agnarsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Sigurlína Guðrún Júlíusdóttir og Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Sigrún A. Ámundadóttir sem ritaði fundargerð.

1. Esjubraut 49 (01.000.544.01)
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18 Akranesi.
Byggingarnefn óskar eftir áliti skipulagsnefndar varðandi aðkomu að lóð og notkun húsnæðis samkvæmt umsókn Rúnólfs Þ. Sigurðssonar.
Skipulagsnefnd getur fallist á framkomna tillögu, með tilliti til notkunar lóðar og fyrirkomulag og staðsetningu á aðkomu að lóð miðað við að litið verði á aðkomu að lóð við núverandi hús sem bráðabirgða innkeyrslu.

2. Garðagrund / Garðar (01.001.975.03)
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18 Akranesi.
Byggingarnefnd leitar álits skipulagsnefndar, samkvæmt 12. mgr 5. gr. byggingarreglugerðar varðandi umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar um nýtt safnahús.
Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að gildandi deiliskipulagi verði breytt með tilliti til staðsetningar og stærðar á byggingarreitum, en leggur áherslu á að aðkoma að nýbyggingu verði leyst miðað við aðkomu frá Garðagrund s.k.v. gildandi deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd leggur til að fjallað verði um framkomna hugmynd að framtíðarvegtengingu í tengslum við vinnu við rammaskipulag Flatahverfis.
Nefndin leggur til að farið verði með framkomna tillögu að breytingum á stærð og staðsetningu byggingarreita sem óverulega breytingu á deiliskipulagi, samkv. 2. málsgrein 26. greinar skipulags- og byggingarlaga. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að kynna framkomna breytingu á staðsetningu og stærð byggingareita fyrir sóknarnefnd Garðaprestakalls.
Nefndin óskar jafnframt eftir að Byggðasafnið í Görðum kynni framtíðaráform í uppbyggingu svæðisins fyrir skipulagsnefnd.

3. Miðbæjarreitur, deiliskipulag.
Áður frestaðri afgreiðslu á bréfi bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 10. febrúar 2000, þar sem bæjarráð óskar umsagnar skipulagsnefndar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi og byggingarskilmálum fyrir Miðbæjarreit, sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi þann 8. febrúar sl. og vísað var til bæjarráðs.
Í endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarreits sem er á lokastigi er miðað við heimild fyrir íbúðir á 3. hæð á lóðum nr.1-8 og 13-16.
Nefndin telur að íbúðir á 2. hæð takmarki nýtingarmöguleika svæðisins fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi svo sem veitingareksturs.
Nefndin leggur því til að endurskoðað deiliskipulagi verði ekki breytt að svo komnu máli.

4. Skólabraut 14 (01.000.912.01)
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, Akranesi.
Byggingarnefnd leitar álits skipulagsnefndar varðandi umsókn Sæmundar Víglundssonar um að setja upp auglýsingarskilti við gatnamót Þjóðvegar 51 og Þjóðvegar 509 eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum (72 gr.)
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

5. Sólmundarhöfði.
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, Akranesi.
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 17. febrúar sl. varðandi deiliskipulag að Sólmundarhöfða.
Skipulagsnefnd óskar eftir að fá fulltrúa bæjaryfirvalda og fulltrúa frá dvalarheimilinu Höfða saman á fund skipulagsnefndar

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.15:05
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00