Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

44. fundur 14. mars 2000 kl. 13:00 - 15:00
44. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 13:00

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður, Sigurlína G. Júlíusdóttir, Edda Agnarsdóttir, Guðbjartur Hannesson og Lárus Ársælsson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Garðagrund / Garðar (01.001.975.03)
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Bréf sóknarnefndar Akraness dags. 13. mars 2000 varðandi grenndarkynningu samkvæmt 12. mgr. 5. gr. byggingarreglugerðar vegna umsóknar Runólfs Þ Sigurðssonar um nýtt safnahús.
Varðandi grenndarkynningu skv. 12. mgr. 5. gr. byggingar- og skipulagslaga hefur borist svarbréf frá sóknarnefnd Garðaprestakalls dags 13. mars 2000, þar sem ekki er gerð athugasemd við framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Nefndin leggur því til að framkomin breyting á deiliskipulagi verði samþykkt.

2. Háspennustrengir.
410272-1219 Akranesveita, Dalbraut 8, 300 Akranesi.
Bréf Magnúsar Oddssonar fyrir hönd Akranesveitu varðandi legu háspennustrengja við Vesturgötu og Háholt.
Skipulagsnefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi skv. framkominni tillögu þar sem skilgreind er lóð fyrir spennistöð við Háholt og auðkennd lagnaleið fyrir háspennustrengi Akranesveitu. Nefndin leggur til að farið verði með framkomna tillögu að breytingu, sem óverulega breytingu á deiliskipulagi, skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að kynna framkomna tillögu að breytingu fyrir Akraneskaupstað fyrir hönd Brekkubæjarskóla og íþróttahús við Vesturgötu, og eigendum húsa á lóðum nr. 45 og 47 við Heiðarbraut og 1, 3 og 5 við Háholt.

3. Skólabraut 14 (01.000.912.01)
621096-2579 Stillholt ehf., Skólabraut 14, 300 Akranesi.
Áður frestuðu erindi byggingarnefndar varðandi umsókn Sæmundar Víglundssonar um að setja upp auglýsingarskilti við gatnamót Þjóðvegar 51 og Þjóðveg 509 eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum (72. gr.)
Nefndin getur ekki tekið afstöðu til framkominnar umsóknar um skilti fyrr en fyrir liggja reglur varðandi skilti í landi Akraneskaupstaðar. Áætlað er að slíkar reglur liggi fyrir innan 3 mánaða.

4. Sólmundarhöfði.
Umræður um tillögu að breytingu á deiliskipulagi að Sólmundarhöfða.
Framkomin tillaga kallar á breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi. Skipulagsnefnd leggur til að framkomin tillaga verði unnin áfram með þeirri breytingu að felld verði niður lóð undir hús sem stendur næst Langasandi. Nefndin telur að tillaga um íbúðabyggð með aldurstengingu íbúa falli innan gildandi skipulagsskilmála svæðisins.

5. Garðabraut 2 (01.000.681.01)
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Bréf bæjarritara dags 24. febrúar sl. varðandi umsögn vegna leyfis til áfengisveitinga. Svar byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Nefndin staðfestir afgreiðslu byggingar- og skipulagsfulltrúa.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00