Fara í efni  

Skipulagsnefnd (2000-2002)

51. fundur 06. júní 2000 kl. 13:00 - 16:10
51. fundur skipulagsnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 6. júní 2000, kl. 13:00.

Mættir: Jóhannes Snorrason formaður,
Edda Agnarsdóttir
Guðbjartur Hannesson,

Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Sigrún A. Ámundadóttir sem ritaði fundargerð.

1. Arnarholt 1.
261238-2689 Einar Jón Ólafsson, Skagabraut 11, 300 Akranesi.
Bréf bæjarráðs varðandi fyrirspurn Einars Jóns Ólafssonar, um hvort hægt væri að fá til ráðstöfunar lóðina Arnarholt 1, sem er aftan við Arnardal, fyrir bifreiðastæði vegna verslunar Einars Ólafssonar, Skagabraut 9 - 11, Akranesi.
Nefndin leggst gegn því að umrædd lóð verði tekin undir bifreiðastæði þar sem fyrir hendi er í næsta nágrenni verslunarinnar lóð fyrir 30 bílastæði á mótum Skagabrautar og Suðurgötu .

2. Brekkubraut 17.
061059-7769 Ingólfur Hafsteinsson, Brekkubraut 15, 300 Akranesi.
Umsókn Sæmundar Víglundssonar fyrir hönd Ingólfs Hafsteinssonar um leyfi til að breyta lóðarmörkum lóðanna Brekkubrautar 15 og Brekkubrautar 17, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Sveins Jónssonar verkfræðings, Hönnun og ráðgjöf, Stillholti 16 - 18, Akranesi.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Lagt er til að farið verði með breytinguna samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skipulagslaga, grenndarkynning taki til aðliggjandi lóða.

3. Kirkjubraut 11.
181245-3959 Hilmar Björnsson, Jaðarsbraut 29, 300 Akranesi.
Erindi byggingarnefndar um álit skipulagsnefndar á fyrirspurn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Hilmars Björnssonar á viðbyggingu við Hótel Barbró samkvæmt rissi Magnúsar H. Ólafssonar, arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Skipulagsnefnd getur fallist á breytingu á deiliskipulagi sem hefur í för með sér nokkra hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar og endurskoðun á byggingarreitum. Í framkominni tillögu er ekki sýnt fram á viðunandi lausn á bílastæðamálum og telur nefndin að bílastæðamál fyrir viðbótar byggingarmagn verði ekki leyst á viðunandi hátt án endurskoðunar deiliskipulags Akratorgsreits í heild.
Nefndin leggst gegn því að hæð á byggingum á nefndri lóð verði meiri en mesta hæð á byggingum í nágenninu.

4. Flatahverfi.
Ráðgjafar mæta á fundinn og leggja fram tillögur sínar.
Ævar Harðarson og Jóhannes Ingibjartsson mættu á fundinn og kynntu framvindu verksins. Fram kom að verkið er á áætlun og reiknað er með að fullbúinni tillögu verði skilað 19. júní n.k..


5. Sunnubraut 6.
130375-5299 Þórarinn Kristján Finnbogason, Sunnubraut 6, 300 Akranesi.
Erindi byggingarnefndar, um álit skipulagsnefndar á umsókn Sæmundar Víglundssonar fyrir hönd Þórarins K. Finnbogasonar um heimild til að byggja við bílskúr á ofangeindri lóð, samkvæmt teikningu Sveins Jónssonar, verkfræðings, Hönnun og ráðgjöf, Stillholti 16-18, Akranesi.
Skipulagsnefnd telur að framkomin tillaga rúmist innan gildandi deiliskipulags Akratorgsreits. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að leita álits granna.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:10.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00