Skipulags- og umhverfisráð
|
2601-0074 - Kirkjubraut 4-6 umsókn til skipulagsfulltrúa
Grenndarkynning vegna Kirkjubrautar 4–6 var send út til aðliggjandi lóðarhafa að Kirkjubraut 1, 2, 3, 5 og 6 og Suðurgötu 65, 67, 68, 70, 71 og 72, auk annarra hagsmunaaðila, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012. Samtals voru 29 kynningarbréf send út. Eftir athugasemdir kom í ljós að viðtakendum höfðu ekki borist kynningarbréfin á þeim tíma sem grenndarkynningin stóð yfir, þ.e. frá 07.11.2025 til 12.12.2025. Af þeim sökum er ekki hægt að tryggja að grenndarkynning hafi farið fram með fullnægjandi hætti og að hagsmunaaðilar hafi fengið tækifæri til að kynna sér málið og koma að athugasemdum.
Af framangreindum ástæðum telst grenndarkynningin ekki hafa farið fram með lögmætum hætti. Grenndarkynning málsins verður því send lóðarhöfum og hagsmunaaðilum að nýju sem og auglýst innan Skipulagsgáttar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012.
|
|
2512-5240 - Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 - Umsagnarmál nr. 1651/2025 - Landbúnaðarland L3 - Kynning vinnslutillögu
Umsagnarbeiðni vegna breytingar á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Breytingin tekur til landbúnaðarsvæða (L), með áherslu á svæði í flokki L3. Með breytingunni er gerð uppfærsla á almennum skilmálum og uppdrætti aðalskipulagsins, þar sem svæði sem áður voru skilgreind sem L3 verða flokkuð nánar sem L3–L6.
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir fyrirliggjandi breytingar og gerir ekki athugasemdir við þær á þessu stigi málsins, en áréttar jafnframt rétt sinn til að koma að umsögn á síðari stigum málsins.Skipulagsfulltrúa er falið afgreiðslu málsins.
|
Fundi slitið, fundargerð samþykkt og undirrituð rafrænt.





