Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

334. fundur 06. október 2025 kl. 17:00 - 21:03 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Gróa Dagmar Gunnarsdóttir fulltrúi skipulags og umhverfismála
Dagskrá

1.Breytingar á gjaldskrá Skipulags- og Umhverfissviðs

2510009

Gjaldskrá Skipulags- og umhverfissviðs lögð fram til kynningar ásamt sundurliðun á raunkostnaði þjónustu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar skipulagsfulltrúa og verkefnastjóra fyrir góða yfirferð og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

2.Gjaldskrá fyrir úrgangsmál - fyrir 2026

2510012

Gjaldskrá fyrir úrgangsmál 2026 lögð fram til kynningar.
Umhverfisstjóri kynnti tillögu að gjaldskrá fyrir úrgangsþjónustu heimila. Skipulags- og umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra fyrir kynninguna.
Skoðað verði hvort eigi að taka upp notkun klippikorta á ný í Gámu.

3.Innnesvegur - yfirfærsla veghalds frá Vegagerðinni - Uppgjör

2509165

Drög að uppgjöri við Vegagerðina lagt fram til kynningar.
SKipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi uppgjör við Vegagerðina varðandi skil á Innnesvegi.

4.Sólmundarhöfði 2 - Árnahús

2301245

Bæjarráð vísaði umsögn stjórnar Höfða varðandi Árnahús til umfjöllunar skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hefja skipulagsferli fyrir stækkun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis. Ráðið styður stjórn Höfða varðandi stækkun en huga þarf vel að því máli og forgangsraða stækkunarmöguleikum rétt.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga varðandi stöðuna á Árnahúsi og hvaða ráðstafanir er hægt að gera.

5.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa - lóð fyrir hraðhleðslustöð

2509143

Umsókn til skipulagsfulltrúa frá Instavolt Iceland ehf. Sótt er um úthlutun lóðar/lóðarrýmis til að koma fyrir hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla. Fyrirhugað er að setja upp 2-4 x 160 kW hraðhleðslustöðvar.
Eins staðan er núna eru ekki skilgreindar lóðir í bæjarlandinu fyrir rafhleðslustöðvar fyrir almenning. Skipulags- og umhverfisráð bendir umsækjanda á að kanna valmöguleika á samstarfi við fyrirtækjaeigendur á Akranesi en að öðru leyti fylgjast með ef sveitarfélagið fer í útboð á uppsetningu rafhleðslustöðva.

6.Framkvæmdaleyfi - Sjóvarnargarður í Krókalóni og á Ægisbraut

2509178

Umsókn um leyfi til framkvæmda samkvæmt 13. málsgrein skipulagslaga 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna sjóvarnargarðs í Krókalóni og við norðurenda Ægisbrautar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnargarðs í Krókalóni og við norðurenda Ægisbrautar skv. 13.gr 123/2010 skipulagslaga og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

7.Erindi vegna samgangna frá Borgarholti á Akranes vegna barns á grunnskólaaldri

2509121

Skóla- og frístundaráð vísar málinu til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði og felur sviðsstjóra að svara erindinu í samstarfi við sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjórum skipulags- og umhverfissviðs og skóla- og frístundasviðs frekari vinnslu málsins.

8.Bygging undir talnavél - Smiðjuvellir 9

2510007

Lögð er fram kostnaðaráætlun fyrir nýbyggingu talningarvélar.
Skipulags- og umhverfisráð telur mikilvægt að skoða aðra valmöguleika með tilliti til hagkvæmni verkefnisins. Í ljósi þess telur ráðið nauðsynlegt að funda sameiginlega með velferðar- og mannréttindaráði um málið.

9.Framkvæmdaleyfi - Sementsreitur Gatnagerð 2. áf

2509157

Umsókn um leyfi til framkvæmda samkvæmt 13. málsgrein skipulagslaga 123/2010 og reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, vegna gatnagerðar í Sementsreit, 2. áfanga.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Sementsreit, 2. áfanga, skv. 13.gr 123/2010 skipulagslaga og 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

10.Vesturgata 133 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2502165

Umsókn um skipulagsbreytingu á Vesturgötu 133. Í breytingu felst stækkun Sólstofu til suðvesturs, hækkun þaks og útlitsbreyting, viðbygging á annari hæð íbúðarhúss á suðausturhlið. Grenndarkynnt var í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 22. ágúst 2025 til 22. september 2025, fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 131, 134, 135 og 136.



Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

11.Breyting á deiliskipulagi sementsreits - A og B reitur

2510011

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi á sementsreit, A og B reit. Breytingar innihalda að reitir B7 og B8 verði sameinaðir í B7, reitir B9 og B10 verði sameinaðir í B9 ásamt lítilsháttar breytingum á lóðarstærðum og byggingarreitum.
Skipulags- og umhverfisrál leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Deiliskipulag - Höfðasel

2103268

Nýtt deiliskipulag Höfðasels byggir á eldra deiliskipulagi undir iðnaðarsvæði. Skilgreindar verða aðkomuleiðir að nýju athafnasvæði í Grjótkelduflóa austan skipulagssvæðisins frá Akrafjallsvegi. Nýjar lóðir eru skilgreindar sem iðnaðarlóðir ásamt lóðum undir helstu veitumannvirki. Skipulagið fellur undir eftirfarandi landnotkunarflokkar svk. Aðalskipulagi Akraness I-314, I-315, I-316.

Tillagan hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 08. ágúst 2025 til 19. september 2025.

Athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt ásamt greinagerð skipulagsfulltrúa með lítilsháttar breytingum frá auglýsingu. Deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild.

13.Breyting á Aðalskipulagi Akranes 2021-2033 - Stækkun I-314

2507058

Breytingar á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033, til samræmis við nýtt deiliskipulags Höfðasels. Breytingin inniheldur lítillega stækkun á svæði I-314 syðst upp að Höfðaselsholti. svæði I-314 er stækkað lítillega syðst upp að Höfðaselsholti. Breytingin hefur verið auglýst samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. frá 11. ágúst 2025 til og með 22. september 2025.

Athugasemdir bárust.



Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagsbreytingu vegna Höfðasel, að breytingin verði send Skipulagsstofnun til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Framtíð Sund og Fótbolta á Jaðarsbökkum

2510054

Umræður um næstu skref eftir vinnufund með stjórn Sundfélags Akraness og Knattspyrnufélags ÍA um framtíð Jaðarsbakka og uppbyggingu.
Skipulags- og umhverfisráðs leggur til að stofnaður verði starfshópur skipaður helstu hagsmunaaðilum verkefnisins. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfisráðs að móta erindisbréf og leggja fyrir ráðið til samþykktar á næsta fundi. Stefnt er að funda sameiginlega um þennan dagskrárlið með fulltrúum skóla- og frístundaráðs og bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 21:03.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00