Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

331. fundur 18. ágúst 2025 kl. 17:00 - 19:34 í Klöpp á Dalbraut 1
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Anna María Þráinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Gróa Dagmar Gunnarsdóttir fulltrúi skipulags og umhverfismála
Dagskrá

1.Nýtt deiliskipulag Kirkjubraut

2502161

Kynning frá Studio Jæja á stöðu verkefnis um breytingu á skipulagi Kirkjubrautar.

Undir þessum lið sitja Hildur Gunnlaugsdóttir og Bjarki Gunnar Halldórsson.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Studio Jæja fyrir kynningu á verkefninu.
Gestir víkja af fundi.

2.Grundaskóli - lausar kennslustofur (gámar)

2502156

Samningur á milli Akraneskaupstaður og Efnisveitunnar varðandi tilhögun á sölu gáma við Grundaskóla lagður fram.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Efnisveituna.

3.Vesturgata 133 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2502165

Umsókn til skipulagsfulltrúa varðandi skipulagsbreytingu á Vesturgötu 133. Í breytingu felst stækkun Sólstofu til suðvesturs, hækkun þaks og útlitsbreyting, viðbygging á annari hæð íbúðarhúss á suðausturhlið.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breytingin verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr.skipulagslaga nr. 123/2012. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Vesturgötu 131, 134, 135 og 136.

4.Elínarvegur 13a - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2507080

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis. Sótt er um að færa byggingarreit Elínarvegs 13A nær lóðarmörkum um 2m einning er sótt um að heimila íbúðarhúsnæði á lóð, suðurhlutar á lóðinni.
Skipulags- og umhverfiráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

5.Suðurgata 87 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2508017

Umsókn til skipulagsfulltrúa vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Akratorgsreit. Til stendur að fella út núverandi staðsetningu á bílastæði bílastæði verði þess í stað við austurenda lóðar við Suðurgötu 87, milli 87 og 89.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði kynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni verði á höndum lóðarhafa.

6.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra

2308168

Breyting á lóð Innnesvegur 1 felst í að heimilt verði að reka bílaþvottastöð í núverandi húsnæði á lóð. Breytingin á deiliskipulag Flatahverfis klasa 5og 6 var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. febrúar 2025 til 23. mars 2025. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir stöðu málsins og skipulagsfulltrúa falið að leggja fram greinargerð sem svar við athugasemdum.

7.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2508045

Breyting á Aðalskiplagi Akraness 2021 - 2033 breyting felst í að sérákvæði eru sett fyrir reit VÞ-212 sem gefa heimild fyrir starfsemi bílaþvottastöð umfram núverandi ákvæði um verslun og þjónustu. Aðalskipulagsbreyting var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 5. febrúar til 25. mars 2025.
Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir stöðu málsins og skipulagsfulltrúa falið að leggja fram greinargerð sem svar við athugasemdum.

Fundi slitið - kl. 19:34.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00