Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

274. fundur 28. ágúst 2023 kl. 17:00 - 21:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
  • Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
  • Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri
  • Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting á starfsemi úr bílasölu í þvottastöð

2308168

Forsvarsmenn Löðurs fara yfir hugmyndir sínar um þvottastöð á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar forsvarsmönnum Löðurs fyrir komuna á fundinn og felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu að málinu.

2.Strandstígur á Akranesi (Ása Katrín)

2307159

Ása Katrín Bjarnadóttir kynnir meistaraverkefni sitt í borgarhönnun, "Bláa þráðinn". Verkefnið fjallar um menningu, sögu, náttúru og upplifun af strandlínu Akraness.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Ásu Katrínu Bjarnadóttur fyrir góða og áhugaverða kynningu.

3.Merktún - Okkar Akranes - Opin svæði 2023

2305126

Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt hjá Lilium teiknistofu kynnir tillögu að hönnun á Ævintýragarði á Merkurtúni. Ævintýragarður á Merkurtúni hlaut flest atkvæði í Okkar Akranes - Opin og græn svæði.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Lilju hjá Lilium teiknistofu fyrir greinargóða kynningu og felur Jóni Arnari Sverrissyni garðyrkjustjóra, Ásbirni Egilssyni og Önnu Þóru Gísladóttur verkefnastjórum að vinna áfram að málinu með Lilju.

4.Húsnæðismál Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

2301291

Slökkviliðsstjóri mætir á fundinn og fer yfir framvindu málsins frá síðasta fundi. (6. febrúar s.l.)
Skipulags- og umhverfisráð felur Jens Heiðari Ragnarssyni slökkviliðsstjóra og Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að lóð fyrir starfsemi slökkviliðs og annarra viðbragðsaðila.

5.Íþróttahús á Jaðarsbökkum - uppsteypa og ytri frágangur

2204184

Farið yfir stöðu framkvæmdar.
Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra að kynna málið í skóla- og frístundaráði og að vinna áfram að málinu.

6.Sorptunnubreyting - útvegun

2308093

Farið yfir útboð vegna sorpmála.
Skipulags- og umhverfisráð felur Lárusi Ársælssyni umhverifsstjóra að vinna áfram að málinu.

7.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - norðurhluti

2207011

Deiliskipulag Dalbraut N, farið yfir tvær tillögur að skipulagi, meðfylgjandi er skuggavarp.
Skipulags- og umhverfisráð felur Höllu Mörtu Árnadóttur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við skipulagið.

8.Stefnumótun Akraneskaupstaðar

2209259

Vinna við forgangsröðun verkefna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að vinnufundur um stefnumótunarverkefni á sviðinu verði haldinn mánudaginn 4. september nk.

9.Höfðagrund 7 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2304150

Umsókn lóðarhafa Gísla S. Einarssonar um breytingar á deiliskipulagi Sólmundarhöfða. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit um 18,2 m2 við Höfðagrund 7. Fyrirhugað er að reisa garðskála við núverandi íbúðarhús. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,37.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir fasteignaeigendum við Höfðagrund 9, 11, 14, 14A og 14B.

10.Suðurgata 126 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2303092

Umsókn S126 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits vegna lóðar Suðurgötu 126. Sótt er um breytta notkun húss úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði, skilgreindur verður byggingarreitur undir mannvirki á lóðinni og breyting á útliti húss. Bílskúrshurð tekin út á norðausturhlið og gluggi settur í staðinn, aðrar hliðar haldast óbreyttar. Skilgreindur byggingarreitur C, heimild að byggja 77fm skv. núgildandi skipulagi.

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Sementsbrautar 15, Suðurgötu 124 og 122, Skagabraut 24 og Jaðarsbraut 3 frá 12. júlí 2023 til 8. ágúst 2023.

Eitt samþykki barst.
Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst B-deild Stjórnartíðinda.

11.Deiliskipulag Flóahverfi - breyting v. jarðstrengs

2308167

Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis vegna legu jarðstrengs í eigu Landsnets. Í breytingunni felst að gatan Kelduflói færist til vesturs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Send skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

12.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Vinna við deiliskipulag Jaðarsbakka.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja tillögu ráðsins um að fella út möguleika á þéttingu íbúðabyggðar á Jaðarsbökkum í þeirri vinnu við breytingu deiliskipulags sem nú fer fram. Þessi tillaga er komin til samþykktar vegna þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingarinnar.

13.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Vinna við breyting á Aðalskipulag Akraness vegna Jaðarsbakka.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja tillögu ráðsins um að fella út möguleika á þéttingu íbúðabyggðar á Jaðarsbökkum í þeirri vinnu við breytingu aðalskipulags sem nú fer fram. Þessi tillaga er komin til samþykktar vegna þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingarinnar.

14.Vegna niðurrifs við Dalbraut 8 og 10 - fyrirspurn og athugasemdir

2308057

Umfjöllun um bréf til Andrésar Ólafssonar varðandi niðurrif á Dalbraut 10.
Skipulags- og umhverfisráð óskaði eftir því við starfsmenn skipulags- og umhverfissviðs, að svara erindi Adrésar Ólafssonar varðandi niðurrif við Dalbraut 10. Efni bréfs var staðfest af ráðsmönnum og það sent s.l. föstudag.

Í framhaldinu óskar ráðið eftir því að niðurrifsframkvæmdir við Dalbraut 8 og Dalbraut 10 verði kynntar með fréttatilkynningu á heimasíðu Akraneskaupstaðar, þar sem allar helstu upplýsingar um niðurrifið verða veittar.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00