Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

273. fundur 14. ágúst 2023 kl. 17:00 - 20:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
  • Alfreð Þór Alfreðsson rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026

2208072

Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu 2023
Starfsmenn á Skipulags- og umhverfissviði fóru yfir helstu fjárfestingar- og framkvæmdarverkefni á árinu 2023.

2.Viðhald fasteigna 2023

2308069

Farið yfir viðhald fasteigna Akraneskaupstaðar á árinu 2023.
Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss fór yfir helstu viðhaldsverkefni ársins 2023. Skipulags- og umhverfisráð þakkar rekstrarstjóra greinargóða kynningu.

3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - norðurhluti

2207011

Farið var yfir drög að skipulagi fyrir norðurhluta Dalbrautareits.
Halla Marta Árnasóttir skipulagsfulltrúi fór yfir drög að skipulagi á norðurhluta Dalbrautarreits. Skipulags- og umhverfisráð þakkar skipulagsfulltrúa fyrir greinargóða kynningu og felur henni að vinna málið áfram.

4.Endurgerð gatna 2024

2308070

Farið yfir minnisblað með tillögu að endurgerð gatna 2024.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóra lagði fram drög að endurgerð gatna fyrir árið 2024. Skipulags- og umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra kynningu og felur honum að vinna málið áfram.

5.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Dælustöð fráveitu Skógarhverfi

2308083

Minniháttar breyting á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 þar sem gert verði ráð fyrir nýrri dælustöð fráveitu við Lækjarskóga norðan íbúðarbyggðar í 5. áfanga Skógarhverfis. Breytingin er gerð samhliða breytingum á deiliskipulagi á Skógarhverfi 5. áfanga og á deiliskipulagi Garðalundar og Lækjarbotna. Skilgreindur er nýr landnotkunarreitur I-243 fyrir veitumannvirkið.
Skipulags og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin á aðalskipulagi sé óveruleg í skilningi skipulagslaga.
Málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Deiliskipulag Garðalundar og Lækjarbotna - Breyting skipulagsmörk

2308082

Breyting á deiliskipulagi Garðarlundar og Lækjarbotna felst í að skipulagsmörk eru færð til samræmis við breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 5. áfanga, þar sem afmörkuð er lóð fyrir dælustöð fráveitu við Lækjarskóga norðan íbúðarbyggðar. Jafnframt eru sett inn ofanvatnslausnir til samræmis við deiluskipulag Skógarhverfis 5. áfanga.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin á deiliskipulagi sé óveruleg í skilningi skipulagslaga.
Málsmeðferð verði samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00