Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

272. fundur 01. ágúst 2023 kl. 17:00 - 20:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
 • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir varaformaður
 • Anna Sólveig Smáradóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
 • Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Lárus Ársælsson umhverfisstjóri
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026

2208072

Yfirferð á stöðu fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2023.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2023.

2.Sorphirða, reynsluverkefni breytinga

2307161

Kynning á tillögu um reynsluverkefni við breytingu á sorphirðu í 2 hverfum.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri kynnti tillögu um breytingar á fyrirkomulagi sorphirðu frá heimilum í hluta bæjarins til reynslu.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.

3.Hafnarbraut - Gatnahönnun

2108031

Tillaga um endurgerð gangstétta við Hafnarbraut.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri kynnti tillögu um breytingar á gatnamannvirkjum við Hafnarbraut.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að undirbúa endurgerð á gangstétt norðan megin Hafnarbrautar, með það í huga að fara í framkvæmdir næsta vor.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 5 - breyting dælustöð

2307078

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar fyrir skólpdælustöð kynnt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, að breytingin sé óveruleg í skilningi skipulagslaga. Málsmeðferð verði samkvæmt 3.mgr 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Vatnsrannsóknir á Akranesi

2306149

Kynning á stöðu vatnsrannsókna.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri fór yfir stöðu málsins. Starfsmenn Verkís eru núna í vettvangsvinnu og reiknað er með að Verkís skili niðurstöðum í ágúst/september 2023.

6.Tímalína verkefna á skipulags- og umhverfissviði (2023-2030)

2307160

Yfirferð á tímalínu verkefna er varðar ráðhús, fasteign á Stillholti 16-18 og á Faxabraut 10, útboð á sorpi, grasslætti og moldartipp.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri og Lárus Ársælsson umhverfisstjóri fóru yfir tímalínu ofangreindra verkefna. Skipulags- og umhverfisráð felur þeim áframhaldandi vinnu við framgang þeirra.

7.Asbestlagnir - fyrirspurn til Veitna

2202026

Yfirferð á stöðu mála hjá Veitum varðandi endurnýjun lagna úr öðru efni.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir upplýsingum frá Veitum um niðurstöður rannsókn á köldu vatni í eldri asbestlögnum á Akranesi í samræmi við fyrri yfirlýsingu Veitna um að slík rannsókn yrði gerð með Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

8.Tímabundið afnotaleyfi - umsóknareyðublað

2208165

Kynning á drögum að reglugerð um afnot á bæjarlandi.
Lárus Ársælsson umhverfisstjóri fór yfir drög að reglum um afnot af bæjarlandi. Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram og leggja fullbúnar reglur fyrir fund ráðsins.

9.Deiliskipulag Akratorgsreits - Kirkjubraut 1 breyting

2204205

Greinargerð frá byggingarstjóra varðandi utanhússklæðningu kynnt.
Í ljósi greinargerðar tekur Skipulags- og umhverfisráð jákvætt í erindið um húsið verði klætt í heild sinni, með þeim formerkjum að allur frágangur taki mið af aldri hússins eins og hægt er.

Vakin er athygli á að í núverandi skipulagi kemur fram að viðhalda skuli ásýnd meginbyggingar á Kirkjubraut 1 og að færa skuli þá hlið sem snýr að Kirkjubraut sem næst upprunalegu útliti hennar.

Ef klæða á allt húsið er ljóst að markmið um upprunalegt útlit framhliðar hússins, sem var steyptur málaður flötur, nær ekki fram að ganga. Í því tilfelli þarf að gera breytingar á deiliskipulaginu.

10.Kalmansvellir 4b - umsókn til skipulagsfulltrúa

2210031

Umsókn ISH ehf um breytingar á skipulagi Smiðjuvalla. Sótt er um að skilgreina byggingarreit fyrir 600 m² atvinnuhúsnæði eða 30,0m X 24,0m, nýtingarhlufall helst óbreytt 0,5. Sex bílastæðum verður komið fyrir innan lóðar eða 1 bílastæði á 100 m², aðkoma að lóð helst óbreytt. Hámarkshæð nýbyggingar verður 8,0 m.Byggingarleyfið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagsslaga nr. 123/2010 frá 19. júní til 19. júlí 2023 fyrir eigendum Kalmansvalla 1A, 3, 4A, 5, 6 og Smiðjuvalla 1 og 3. Þrjú samþykki bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að samþykkja áform grenndarkynningar, senda á Skipulagsstofnun og auglýsa breytingar á skipulagi í B deild Stjórnartíðinda.
Tillagan er samþykkt 2:1, SAS greiddi atkvæði á móti.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00