Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

251. fundur 28. nóvember 2022 kl. 17:00 - 21:30 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Þóra Gísladóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Tímabundið afnotaleyfi - umsóknareyðublað

2208165

Afnotaleyfi í bæjarlandinu.
Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri tekur sæti á fundinum.
Björn lagði fram drög að eyðublaði þar sem framkvæmdaraðilar sem þurfa að vinna í bæjarlandinu geta sótt um afnotaleyfi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir ofangreint eyðublað og bendir verktökum að sækja sérstaklega um þegar þeir hyggjast framkvæma verk í bæjarlandi Akraneskaupstðar.

2.Þjónustugjaldskrá - breyting

2205006

Tillögur að breytingu á þjónustugjaldskrá á skipulags- og umhverfissviði.
Lögð fram þjónustugjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.
Málið verður tekið upp aftur á næsta fundi ráðsins.

3.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Tillögur að fyrirkomulagi sorpíláta.
Björn fór yfir hugmyndir varðandi fyrirkomulag sorpmála á árinu 2023.

4.Götulýsing - orkukaup

2202022

Opnuð voru tilboð í verkið "Raforkukaup Akraneskaupstaðar" fimmtudaginn 24. nóvember 2022.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Orkusalan: verð pr. kWh almenna notkun 6,16 kr., verð pr. kWh fyrir götulýsingu 6,16 kr.
N1 Rafmagn: verð pr. kWh almenna notkun 5,98 kr., verð pr. kWh fyrir götulýsingu 5,98 kr.
ON: verð pr. kWh almenna notkun 6,86kr., verð pr. kWh fyrir götulýsingu 5,89 kr.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda þ.e. N1 Rafmagn.

Björn Breiðfjörð Gíslason vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

5.Braggi í skógrækt

2209141

Umræður um ástand braggans í Skógræktinni.
Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri tekur sæti á fundinum. Hann fór yfir ástand braggans í skógræktinni, á lóðinni Ásar/Skógrækt.

Haft verður frekara samráð við Minjastofnun um varðveislugildi braggans.

6.Bæjarskilti - innkoma í bæinn

2211119

Kynning á hugmyndum um aðkomuskilti við bæjarmörkin og kostnað við hönnun.
Jón Arnar kynnir hugmyndir að aðkomuskilti á leiðinni inn í bæinn. Honum falið að vinna málið áfram.
Jón Arnar víkur af fundi eftir þennan fundarlið.

7.Íþróttahúsið Vesturgötu - kjallari

2210155

Framtíðarnýting á kjallara íþróttahússins á Vesturgötu.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss taka sæti á fundinum. Þeir kynntu helstu framkvæmdir sem þurfa að fara fram í kjallara íþróttahúss á Vesturgötu m.t.t. framtíðarnýtingar hans.
Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni og Alfreð frekari vinnslu málsins.

8.Leikskóli í Skógarhverfi, Asparskógar 25 - verkefnastjórn

2102308

Mánaðarskýrsla í október lögð til kynningar.

Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum lið og fer yfir stöðu verkefnis.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss fóru yfir stöðu framkvæmda við leikskólann í Asparskógum 25.

9.Akraneshöll - Ytri klæðning

2211227

Fyrir liggur kostnaðaráætlun vegna viðgerða eða breytinga á ytri klæðningu Akraneshallar.

Ásbjörn fór yfir hugmyndir varðandi viðhald á ytra byrði Akraneshallar, jafnframt hugmyndir um að einangra húsið og ná meiri hita inn í það að vetrarlagi.

Skipulags- og umhverfisráð felur Árbirni frekari vinnslu málsins í samvinnu við helstu hagsmunaaðila.

10.Bókasafn og Tónlistarskóli - loftgæði

2210187

Kynning á ástandsskoðun og brunahólfun tónlistarskólans og bókasafnsins sem unnar voru af Verkís.
Ásbjörn og Alfreð fóru fyrir ástandsskoðun á tónlistarskólanum og bókasafninu.

Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni og Alfreð að vinna að gerð útboðsgagna.

11.Íþróttahús við Vesturgötu - LED skjár

2210078

Beiðni frá Körfuknattleiksfélagi ÍA um kaup á LED skjá í íþrótthúsið á Vesturgötu.
Ásbjörn fór yfir beiðni körfuknattleiksfélag ÍA um kaup á Led skjá í íþróttahúsið á Vesturgötu.

Ásbirni falið að afla frekari upplýsinga um málið.

Ásbjörn Egilsson og Alfreð Alfreðsson viku af fundi að loknum þessum fundarlið.

12.Sveitarfélög til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftsagsbreytinga

2211068

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun og Skipulagsstofnun óska eftir þátttöku nokkurra sveitarfélaga við að móta aðferðafræði fyrir sveitarfélög til þess að bregðast við afleiðingum loftslagsbreytinga.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 10. nóvember sl. að vísa erindinu til úrvinnslu skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar. Samþykkt 3:0
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að Akraneskaupstaður taki þátt í verkefninu.

13.Breið - hugmyndasamkeppni

2106162

Farið yfir tillögur hugmyndasamkeppni.
Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi fór yfir helstu tillögur varðandi hugmyndasamkeppni á Breið.
Skipulagsfulltrúa falið að koma með tillögu að greinargerð sem endurspegli vilja ráðsins til áframhaldandi skipulagsvinnu.

14.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Nýtt deiliskipulag Garðarbrautar 1.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulag á Garðabraut 1, verði auglýst í samræmi við 41.grein, skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið - kl. 21:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00