Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

250. fundur 14. nóvember 2022 kl. 17:00 - 19:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Niðurrif eigna í eigu Akraneskaupstaðar.

2202110

Útboðsgögn vegna niðurrifs eigna í eigu Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn um niðurrif á Suðurgötu 108,Suðurgötu 124, Dalbraut 8, Dalbraut 10. Ennfremur samþykkir ráðið rif á Vesturgötu 62, svo framarlega að samkomulag náist við ríkið um rif á því húsi.

2.Hafnarbraut - Gatnahönnun

2108031

Erindi frá Breið - þróunarfélagi um gatnaframkvæmd á Hafnarbraut. Lögð er fram tillaga.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að framkvæmd verði samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum með þeirri breytingu að hugað verði frekar að gönguleiðum yfir Hafnarbraut til móts við aðalinngang Breiðar.

Því er ekki hægt að verða við framkomnu erindi þar sem lagt er til að bílastæði verði við Bárugötu 8-10.

3.Gatnaframkvæmdir í Skógarhverfi 3C og 5

2211074

Tilboð voru opnuð í verkið "Skógarhverfi 3C og 5 - Gatnagerð og lagnir".
Eftirfarandi tilboð bárust:

Borgarverk ehf. kr. 1.052.350.000
ÍAV ehf. kr. 1.088.156.873
Stéttafélagið ehf. kr. 1.590.743.500
Þróttur ehf. kr. 1.106.331.850

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

4.Gatnaframkvæmdir í Skógarhverfi 3C og 5

2211074

Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja
framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar í Skógahverfi 3c og 5, skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

5.Þjóðvegur - gatnagerð - framkvæmdaleyfi

2211103

Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja
framkvæmdaleyfi vegna gatnagerð þjóðvegi, skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

6.Deiliskipulag Flóahverfi - sameining lóða.

2209140

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Flóahverfis sem felst í að sameina lóðirnar við Lækjarflóa 5, 7 og Nesflóa 2.

Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 3. október til og með 3. nóvember 2022.

Þrjú samþykki bárust og engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingu fellur á lóðarhafa.

7.Deiliskipulag Flóahverfi - sameining lóða Nesflói 1 - Lækjarflói 9

2209196

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Flóahverfis sem felst í að sameina lóðirnar við Lækjarflóa 9 og Nesflóa 1.

Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 3. október til og með 3. nóvember 2022.

Eitt samþykki barst en engar athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Allur kostnaður sem hlýst af breytingu fellur á lóðarhafa.

8.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Þann 7.nóvember sl. fór fram kynningarfundur fyrir nýtt deiliskipulag Garðabraut 1. Fundurinn fór fram í streymi og í sal að Dalbraut 4.
Fundargerð lögð fram.

9.Deiliskipulag Akratorgsreits - Kirkjubraut 1 breyting

2204205

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Akratorgreits sem felst í að fella niður byggingarreit fyrir bílskúr og setja 8 bílastæði innan lóðar.
Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 frá 2. september til og með 4. október 2022.
Ein athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við athugasemd sem barst við breytingu á skipulaginu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Ennfremur er lagt til við bæjarstjórn að greinargerð skipulagsfulltrúa sé samþykkt.

10.Suðurgata 20 bílgeymsla - umsókn til skipulagsfulltrúa

2209197

Umsókn um að koma fyrir bílskúr á lóðinni Suðurgötu 20. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.

Breytingin var grenndarkynnt samkvæmt 1. mgr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2012 frá 5. október til og með 9. nóvember 2022.

Eitt samþykki barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00