Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

248. fundur 17. október 2022 kl. 17:00 - 21:15 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2021-2033

1606006

Tillaga að Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 var auglýst 16. júní 2022. Athugasemdafrestur var til 5. ágúst 2022. Sex athugasemdir bárust innan tilskilins frests og ein skömmu síðar. Umsagnir bárust frá tveimur umsagnaraðilum.
Skipulags og umhverfisráð hefur farið yfir athugasemdir og ábendingar og gerir tillögu um afgreiðslu þeirra, sem fram kemur í sérstakri greinargerð ráðsins dags. 17.10.2022 með svörum og viðbrögðum við framkomnum athugasemdum. Athugasemdir gefa tilefni til nokkurra minni háttar breytinga og lagfæringa á skipulagsuppdrætti, greinargerð og forsenduhefti skipulagsins. Breytingarnar eiga ekki við meginatriði tillögunnar og kalla ekki á að hún verði auglýst að nýju.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að sérstök greinargerð ráðsins við framkomnum athugsemdum verði samþykkt.

Ennfremur leggur Skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að tillaga að Aðalskipulagi Akraness 2021-3033 svo breytt í samræmi við greinargerð skipulags- og umhverfisráðs dags. 17.10.2022 verði samþykkt og send á Skipulagsstofnun til fullnaðarafreiðslu.

2.Skýrsla Vinnuskólans 2022

2210012

Jón Arnar garðyrkjustjóri fer yfir starfsemi vinnuskólans sumarið 2022.
Jón Arnar Sverrisson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni góða yfirferð um starfsemi Vinnuskólans sumarið 2022.

Fyrir næsta starfsár mun liggja fyrir frekari skilgreiningar á tilgangi og markmiðum vinnuskólans og útbúin verður "námsskrá" fyrir vinnuskólann.

3.Tillaga að gróðuráætlun

2209220

Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri fer yfir tillögu að gróður áætlun fyrir bæjarlandið.
Jón Arnar Sverrisson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni góða yfirferð um hugmyndir að uppbyggingu grænna svæða á Akranesi.

Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni áframhaldandi vinnu við gerð gróðuráætlunar í bæjarlandinu.

4.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Framhald af síðasta fundi.
Lögð fram gögn frá lóðarhafa um útfærslu á fjölbýlishúsi á lóð við Garðabraut 1. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að lagt verði til grundvallar hús á 4-7 hæðum í áframhaldandi skipulagsvinnu.

Í þessu ferli skipulagsvinnunnar hefur lóðarhafi framkvæmt vindgreiningu á svæðinu sem og einnig hefur litaval klæðningar á efri hæðum verið breytt og hefur hvort tveggja jákvæð áhrif og munu fylgja með næstu skrefum skipulagsvinnunnar.

5.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 3A - Akralundur 28 nýtingarhlutfall

2209014

Umsókn um að breyta skipulagi Skógarhverfis áfanga 3A, vegna lóðar nr. 28 við Akralund. Breyting felst í að breyta nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,35 í 0,40.

Breytingin var grenndarkynnt frá 6. september til og með 5. október 2022.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á Skipulagi Skógarhverfis, áfangi 3A, sem felst í því að nýtingarhlutfalli lóðar nr. 28 við Akralund úr 0.35 í 0.40.

Skipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild stjórnartíðinda.

6.Suðurgata 34 bílskúr breyting í gestahús - umsókn um byggingarleyfi

2205137

Umsókn Lón Fasteigna ehf. um að breyta bílskúr í íbúð. Húsnæði er á óskipulögðu svæði.

Áframhaldandi umræða um málið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfi, samkvæmt minnisblaði skipulagsfulltrúa. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum við Suðurgötu 32, 33, 35a, 35, 36 og Akursbraut 11a, 11b. Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni skal lóðarhafi bera.

7.Kalmansvellir 4b - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2210031

Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa um breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla fyrir Kalmansvelli 4b. Tillaga felst í nýbyggingu 674,5m2, óskað er eftir heimild til þess að vinna að breytingu á deiliskipulagi þar sem byggingarreitur nái allt að 1m að lóðarmörkum við Kalmansvelli 4a og Smiðjuvelli 1.
Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til frekari úrvinnslu til skipulags- og byggingarfulltrúa.

8.Deiliskipulag Akratorgsreits - Kirkjubraut 1 breyting

2204205

Umsókn um að breyta deiliskipulagi Akratorgreits sem felst í að fella niður byggingarreit fyrir bílskúr og íbúðarhúss og setja 8 bílastæði innan lóðar.

Breytingin var grenndarkynnt frá 2. september til og með 4. október 2022

Ein athugasemd barst.
Skiplags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að svari við framkominni athugasemd inn á næst fund ráðsins.

9.Deiliskipulag Smiðjuvellir - breyting Smiðjuvellir 4

2207119

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna breytinga á lóð Smiðjuvalla 4, sem felst í breyta nýtingahlutfalli úr 0,5 í 0,52 og fjarlægð byggingareits við Esjubraut verður 8 m í stað 10 m.

Breytingin var grenndarkynnt frá 3. ágúst til og með 2. september 2022. Ein athugasemd barst.

Ennfremur leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarstjórn að samþykkja greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við framkominni athugasemd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við athugasemd sem barst við breytingu á skipulaginu.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild stjórnartíðinda.

Ennfremur er lagt til við bæjarstjórn að greinargerð skipulagsfulltrúa.

10.Breyting á sorpmálum 2023

2210064

Breytt fyrirkomulag sorpmála.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til halda vinnufund með bæjarstjórn um sorpmál. Sviðstjóra falið að undirbúa slíkan fund.

11.Kirkjubraut endurgerð

2210065

Farið yfir endurgerð á hluta Kirkjubrautar frá gatnamótum Stillholts og Kirkjubrautar að gatnamótum Merkigerðis og Kirkjubrautar.

Skipulags- og umhverfisráð felur Birni verkefnastjóra að undirbúa hönnun á endurgerð á hluta Kirkjubrautar. Horft verði m.a. til þess að nýta hluta núverandi götu undir hjólandi og gangandi umferð jafnframt því sem götumyndin verði fegruð.

Fundi slitið - kl. 21:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00