Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

243. fundur 29. ágúst 2022 kl. 17:00 - 21:55 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Leikskólinn Asparskógum 25 - innanhúsfrágangur

2112016

Kynning á stöðu framkvæmda á leikskólanum við Asparskóga 25.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri og Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss, sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið yfir verkáætlun á innanhúsfrágangi í leikskólanum. Rætt var um annarsvegar að möguleiki væri á því að heildarverktími gæti dregist fram í janúar 2023. Ennfremur var rætt um að möguleiki væri á að suðurálma gæti dregist fram í október mánuð.

Ráðið leggur áherslu á að tíma- og verkáætlun standist og að gott upplýsingastreymi sé til foreldra um allar mögulegar breytingar sem gætu orðið á henni.

Tíma- og verkáætlun lóðafrágangs þarf jafnframt að líta dagsins ljós sem fyrst og leggur ráðið áherslu á að þegar hún er tilbúin, verði hún kynnt opnberlega.

2.Eignasjóður 2022

2208164

Staða fasteignasjóðs.
Í ljósi stöðu viðhaldsframkvæmda sbr. fyrirliggjandi minnisblað, leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að viðhaldsfé verði aukið um 70 millj. kr á árinu 2022. Á móti þessari tölu verði nýtt fjárheimild upp á 40 millj. kr vegna viðahalds Stillholt 16-18, sem dregst til ársins 2023.

Ljóst er að viðhaldsþörf á stofnunum vegna rakavandamála er meiri en reiknað var með. Ennfremur hafa komið upp stærri viðhaldsverkefni er varða þak yfir sal Brekkubæjarskóla, vatnstjón og aðgerðir er snúa að brunavörnum.

Ásbjörn og Alfreð víkja af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Höfði, Sólmundarhöfði 5 breyting hjúkrunardeilda 1. og 2. staða framkvæmda.

2109022

Farið yfir stöðu framkvæmda.
Björn Kjartansson formaður framkvæmdanefndar, situr fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið yfir stöðu framkvæmda vegna breytinga á 1. og 2. hæð á Höfða, hjúkrunarheimili.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Birni góða kynningu. Skipulags- og umhverfisráð stefnir að skoðunarferð fljótlega.

Björn víkur af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Suðurgata 34 bílskúr breyting í gestahús - umsókn um byggingarleyfi

2205137

Umsókn um að breyta bílskúr í íbúð. Húsnæðið er á óskipulögðu svæði.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir frekari upplýsingum um framkvæmdina, svo sem bílastæði á lóð.

5.Vesturgata 117 - umsókn um byggingarleyfi - breyta bílskúr í íbúð

2208069

Umsókn um að breyta bílskúr í íbúð. Bílskúrinn er á byggingarstigi 4 eða fokheldur. Engar teikningar hafa verið lagðar fram vegna fyrirhugaðra breytinga. Lóðin tilheyrir deiliskipulagi Krókalóns.
Skipulags- og umhverfisráð bendir umsækjanda á að þörf er á skipulagsbreytingu ef breyta á bílskúr í íbúð. Senda þarf því inn tilskilin gögn þannig að hægt sé að grenndarkynna breytinguna.

6.Deiliskipulag Akratorgsreitur - umsókn um breytingu á Heiðargerði 22

2203103

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna lóðarinnar við Heiðargerði 22, breytingin felst í að breyta húsnæðinu í íbúðarhús með sex íbúðum.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við framkominni breytingu á deiliskipulagi við Heiðarbraut 22. Ráðið telur byggingarmagn og útlit ekki í samræmi við götumynd, né framtíðaráform um uppbyggingu innan miðbæjarreits Akraness.

7.Sorphirða á Akranesi

2206209

Yfirlýsing frá Terru umhverfisþjónustu hf. um framlengingu samnings.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi yfirlýsingu við Terra. Yfirlýsing felst í því að sorpsamningur um sorphirðu á Akranesi er framlengdur um eitt ár þ.e. til 31. ágúst 2023. Ráðið felur sviðsstjóra að ljúka formlegri undirritun.

8.Kirkjugarður - stækkun

2206188

Erindi forsvarsmanna Akranessóknar vegna stækkunar kirkjugarðsins á Akranesi.
Sviðsstjóri fór yfir fund sem hann átti með forsvarsfólki Akraneskirkju, um málefni kirkjugarðs á Akranesi. Fyrir liggur stækkun kirkjugarðs til vesturs i endurskoðuðu aðalskipulagi.

9.Vesturgata 81 - umsókn um svalir - breyting úti

2205072

Umsókn um að koma fyrir timbursvölum við húsið. Breytingin var grenndarkynnt var frá 16. ágúst til og með 16. september 2022.
Samþykki barst frá þeim aðilum sem grenndarkynnt var fyrir.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting skv. grenndarkynningu verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild Stjórnartíðinda.

10.Deiliskipulag Breiðarsvæði - Bárugata 15, breyting

2207007

Beiðni um stækkun lóðar er felst í því að gangstétt austan megin við húsið verði hluti lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar beiðni um stækkun lóðar sem felst í því að gangstétt austan megin húss verði hluti lóðar við Báragötu 15. Fyrir liggur að vinna er að fara af stað við deiliskipulag á Breiðarsvæðinu, þar sem m.a. verður horft til gönguleiða og hjólaleiða. Því er á þessu stigi ekki hægt að samþykkja breytingar á þeim gönguleiðum sem liggja fyrir.

11.Deiliskipulag Akratorgsreits - Kirkjubraut 1 breyting

2204205

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits, sem felst í að fella niður byggingarreit fyrir bílskúr, breyta byggingarreit íbúðarhúss og setja 8 bílastæði innan lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna.

Grenndarkynnt verður skv. 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Kirkjubraut 2, 3 og 4, Skólabraut 37 og Heiðargerði 6 og 8.

12.Framkvæmdaleyfi

2208165

Framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda í landi Akraneskaupstaðar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir um að aðilar sem eru í framkvæmdum í bæjarlandinu þurfi að fylla inn sérstaka umsókn til að fá leyfi til framkvæmda.

Skipulags- og umhverfisráð felur Birni Gíslasyni verkefnastjóra að uppfæra framlagt umsóknarblað og málið verði tekið fyrir aftur samhliða breytingum á þjónustugjaldskrá skipulags- og umhverfissviðs.

13.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2022 -

2208072

Staða framkvæmda hjá Akraneskaupstað á árinu 2022.
Anna Sólveig Smáradóttir og Ragnar B. Sæmundsson varamenn í skipulags- og umhverfisráði taka sæti á fundinum.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda Akraneskaupstaðar á árinu 2022.

14.Skipulags- og umhverfissvið - málefni 2022

2206208

Kynning á verkefnum sviðsins.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri fór yfir helstu verkefni á skipulags- og umhverfissviði.

Anna Sólveig og Ragnar víkja af fundi.

15.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2022

2208177

Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri og Sigrún Ágústa Helgudóttur sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið yfir verkefni sem stefnt er að sækja um til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Rætt um að sækja um eftirfarandi verkefni:
Göngustígur á Langasandi sem felur í sér aukið aðgengi að sandinum.
Búningsaðstaða á Langasandi.
Framkvæmdir á útvistarsvæðinu á Breið.

Fundi slitið - kl. 21:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00