Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

239. fundur 20. júní 2022 kl. 08:30 - 11:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Vesturgata 81 breyting úti pallur frá 2. hæð - umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1

2205072

Umsókn um byggingarleyfi á 60 m² svölum.
Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi situr fundinn undir næstu liðum.
Skiplags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa frekari vinnslu málsins.

2.Deiliskipulag Akratorgsreits - Laugarbraut 23

2204136

Grenndarkynnt var viðbygging við Laugarbraut 23, þar sem byggt hæð ofan á eldri hluta hússins. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,24 í 0,31.
Erindið var grenndarkynnt frá 25. apríl til og með 25. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting skv. grenndarkynningu verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B deild Stjórnartíðinda.

3.Deiliskipulag Krókalón - Vesturgata 61 breyting

2202173

Umsókn um að stækka byggingarreit um 1 m til norðvesturs, nýtingarhlutfall hækkar úr 1,22 í 1,23.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til erindið verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði fyrir Vesturgötu 59A, Vesturgötu 59, Vesturgötu 63 og Vesturgötu 63A.

4.Deiliskipulag Sementsreitur - Sementsbraut 13 sameinig lóða

2206045

Deiliskipulagsbreyting felst í sameiningu á lóðum C1-C2 í eina lóð og D1-D4 í eina lóð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og fái málsmeðferð skv. 3. mgr. 44. gr., skipulagslaga nr. 123/2010, enda varði breytingin ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

5.Deiliskipulag Arnardalsreit - Skagabraut 43 - breyting bílaþvottastöð

2203231

Tillaga að breytingu á Deiliskipulagi Arnardalsreits, þar sem gerður er byggingarreitur fyrir bílaþvottastöð.
Byggingarfulltrúi víkur af fundi.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til breytingin verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum við Háholt 32, Skagabraut 39 og 41.

6.Grunnskólalóðir - endurgerð (Brekkubæjarskóli - Grundaskóli)

2104149

Endurgerð lóða við Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.
Björn Breiðfjörð Gíslason situr fundinn undir þessum lið.

Verkið var boðið út, engin tilboð bárust.

Farið var í samningaviðræður við Bergþór ehf, varðandi verkefnið. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Bergþór ehf., um hluta verksins. Starfsmenn Akraneskaupstaðar munu sjá um gróðursetningu á lóðunum.
Samningsfjárhæð er kr. 37.116.300.

7.Sorphirða á Akranesi - útboð 2017 - 2022

2201179

Framlenging á samningi um sorphirðu.
Björn Breiðfjörð Gíslason, verkefnastjóri fer yfir stöðu mála.

8.Innanbæjarstrætó - útboð

2206073

Opnuð voru tilboð í "Strætisvagnar á Akranesi 2022 -2029, föstudaginn 27. maí 2022.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar kr. 307.125.000
Skagaverk kr. 317.961.490
Vestfirskar ævintýraferðir kr. 467.425.000

Kostnaðaráætlun kr. 300.000.000
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda.

9.Götur endurgerð 2022

2206126

Viðhald gatna 2022
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Emkan ehf., kr. 124.200.400
Þróttur ehf., kr. 129.193.800
Kostnaðaráætlun kr. 95.297.000

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00