Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

236. fundur 25. apríl 2022 kl. 16:15 - 18:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Karl Jóhann Haagensen byggingarfulltrúi
  • Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Brunavarnaráætlun Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2022-2026

2204143

Brunavarnaráætlun Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Tillaga um samstarfsnefnd slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Jens Heiðar Ragnarsson, slökkviliðsstjóri, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jens góða kynningu á fyrirliggjandi drögum að brunavarnaráætlun.

Skipulags-og umhverfisráð telur nauðsynlegt að hafin verði vinna við skoðun á húsnæðismálum slökkviliðsins til að mæta auknum kröfum í tækjakosti og mannahaldi þess.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi drög að brunavarnaráætlun verði samþykkt.

2.Grundaskóli - E álma (stjórnendaálma)

2203027

Opnuð voru tilboð í verkið "Grundaskóli E-álma - endurbætur", gegnum tilboðsvefinn akranes.ajousystem.is.
Eitt tilboð barst:
Trésmiðja Þráins E Gíslasonar kr. 132.433.944
Kostnaðaráætlun kr. 84.707.904
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð felur Ásbirni Egilssyni, frekari vinnslu málsins.

3.Innanbæjarstrætó

2110009

Framlenging á samningi við strætó.
Í gangi er útboð vegna Innanbæjarstrætó á Akranesi. í útboði er skilyrt að annar vagninn gangi ekki fyrir jarðefnaeldsneyti. Afhendingatími á slíkum vagni getur verið langur. Því er lagt til að núverandi samningur um innanbæjarstrætó verði framlengdur til áramóta 2022/2023. Í framhaldinu taki við nýtt kerfi með tveimur vögnum sem nýttir verða í hefðbundnumn strætisvagnaakstri auk frístundastarfs á vegum skólanna og Þorpsins.
Ólafur Adolfsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

4.Gatnaviðhald - umferðaröryggi

2101081

Viðhald og endurgerð gatna.
Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Í gangi er vinna við útboðsgögn varðandi gatnaviðhald á Akranesi. Verkefni framundan eru framhald á Garðagrund, hluti Ketilsflatar, Hafnarbraut og gatnamót Stillholts og Vesturgötu.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að eftirfarandi svæði verði skoðuð sérstaklega:

Kalmansbraut - Kirkjubraut frá Olís torgi að gatnamótum Skagabrautar og Kirkjubrautar, Smiðjuvellir, Jörundarholt auk gatna í eldri hluta bæjarins.

Í framkvæmdum verði horft til þess að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda.

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir því að Björn Gíslason, verkefnastjóri skili inn tillögu að langtímaáætlun um gatnaviðhald í haust sem hægt verður að nýta sem gagn inn i komandi fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.

5.Grenndarstöðvar - staðsetning

2204096

Staðsetning á grenndarstöðvum.
Björn Breiðfjörð Gíslason verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð felur Birni að koma með tillögu inn á næsta fund ráðsins varðandi staðsetningu, sorpflokka og fjölda grenndarstöðva á Akranesi.
Með tillögu fylgi kostnaðarmat.

6.Gangstéttar og breytingar á götum 2022

2204035

Viðhald gangstétta og gatna.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið, "Opnun tilboða í "gangstéttar og breytingar á götum 2022"

Vargur ehf. 60.765.000
Skóflan hf. 67.670.000
Bergþór ehf. 57.874.000
Stéttafélagið ehf. 59.245.500

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda.

7.Vinnuskólinn - sumarið 2022

2204139

Farið yfir starfsemi vinnuskólans 2022.
Jón Arnar Sverrisson rekstrarstjóri vinnuskólans situr fundinn undir þessum fundarlið. Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jón Arnari góða kynningu. Samþykkt að vísa tillögu Jóns um 3,5% hækkun á launum í vinnuskóla til bæjarráðs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að Vinnuskólinn sinni ekki slætti í einkagörðum nema fyrir eldri borgara, fatlaða og öryrkja. Verð á slætti er skv. gjaldskrá. Með þessari breytingu gefist færi á að Vinnuskólinn geti sinnt betur slætti á opnum svæðum bæjarins.

8.Græn verkefni - garðyrkjustjóri

2204097

Uppbygging grænna svæða á Akranesi.
Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Farið var yfir áherslur á frekari gróðursetningar í bæjarlandinu s.s. við Ketilsflöt og Þjóðbraut.
Skipulags- og umhverfisráð felur Jóni að vinna tillögu að gróðuráætlun fyrir bæjarlandið.
Stefnt skuli að því að tillagan liggi fyrir næsta haust.


9.Leikskóli í Skógarhverfi, Asparskógar 25 - verkefnastjórn

2102308

Farið yfir stöðu framkvæmda.
Alfreð Alfreðsson rekstrarstjóri áhaldahúss og Guðmundur Sigvaldason Orkuvirki, sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Alfreð og Guðmundi góða yfirferð um stöðu framkvæmda við verkið.

10.Æðaroddi 46 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2204128

Fyrirspurn um að setja upp dýralæknastofu að Æðarodda 46.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.

11.Æðaroddi 42, 44 - lóðamál

2204141

Heimild til beitar og réttindi á lóðum 42 og 44, við Æðarodda.
Erindi lagt fram.

12.Slægjustykki 2022 - athugasemdir, samningar ofl

2202168

Umgengni á slægjustykkjum.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að undirbúa riftun á samningum á tveimur slægjustykkjum. Riftun er gerð í ljósi þess að leigutakar hafa ekki orðið við beiðni Akraneskaupstaðar um bætta umgengni.

Sviðsstjóra er jafnframt falið að koma með tillögu að breytingum á reglum um úthlutun og umgengni á slægjustykkjum.

13.Hleðslustöðvar - samningur

2201150

Gögn vegna samnings við ON um hleðslu á rafbílum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00