Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

217. fundur 25. október 2021 kl. 16:15 - 18:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Ólafur Adolfsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Grundaskóli - uppbygging

2103323

Sameiginlegur fundur skipulags- og umhverfisráðs og skóla- og frístundaráðs.
Kynning á lokahönnun á inngöngum Grundaskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Kristjáni Garðarssyni, arkitekt frá Andrúm arkitektum góða kynningu. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að vinna útboðsgögn varðandi frekari hönnun verksins á grunni þeirra aðaluppdrátta sem nú liggja fyrir.

2.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Umræður um uppbyggingu á fjöliðjunni.

3.Leikskóli Skógarhverfi, Asparskógar 25 - lóðafrágangur og framkvæmd

2110122

Lóðarfrágangur leikskóli Asparskógum 25
Eftirfarandi tiboð bárust:

Tilboð (Eftir leiðréttingu þar sem það á við):

Lóðaþjónustan ehf, kr. 146.098.500
Stéttafélagið ehf, kr. 134.644.400
Langieldur ehf, kr. 154.867.000
Hellur og lagnir ehf, kr. 150.774.900
Sumargarðar ehf, kr. 176.991.550
Jarðyrkja ehf, kr. 111.999.617

Leiðrétt kostnaðaráætlun kr. 127.209.065

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og skoða tilboð Jarðyrkju ehf, sem er undir kostnaðaráætlun.

4.Aðalskipulag - Flóahverfi breyting

2110006

Breyting á Aðalskipulag Akraness, lítilsháttar breyting á iðnaðarsvæði I5.
Breyting á aðalskipulagi felst í að iðnaðarsvæði merkt I5,stækkar um 0.7ha.
Breyting á einungis við afmörkun svæðisins. Ekki er verið að breyta landnotkun eða auka nýtingu. Breytingin snertir á þessu stigi engan annan hagsmunaaðila en bæinn. Með breytingunni fæst bætt nýting innan sama svæðis.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði skv. 2.mgr. 36.gr, skipulagslaga nr.123/20210.

5.Deiliskipulag Flóahverfis - Breyting grænir iðngarðar

2109252

Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis vegna Græna iðngarða
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að breyting á deiliskipulagi verði kynnt á sérstökum kynningarfundi.

6.Ljósaskorsteinn

2110176

Erindi Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar þar sem hann gerir grein fyrir hugmyndum um ljósalistaverki í sementsskorsteininum.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomna hugmynd Guðmundar Lúðvíkssonar.
Skipulagsfulltrúa falið að skipuleggja almenna hugmyndasamkeppni varðandi útfærslur á þeim hluta sementsstromps sem nú er inná Sementsreitnum.
Ólafur Adolfsson samþykkti fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00