Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

208. fundur 06. september 2021 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá
Fundurinn er haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams.

1.Aðalskipulag Akraness - breyting Jörundarholti

2106178

Fundargerð kynningarfundar sem haldinn var þann 19. ágúst sl.
Fundargerð lögð fram.

2.Almannavarnanefnd Vesturlands - áhættuskoðun 2020

2103095

Áhættuskoðun á Vesturlandi vinnugögn lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að uppfæra þarf vinnugögn til samræmis við breyttar aðstæður á Akranesi.

3.Fyrirspurn til skipulags- og umhverfisráðs

2109011

Fyrirspurn um að sameina lóðir við Vallholt 1, 3 og 3A.
Fyrirspurn lýtur að sameiningu lóða þ.e. að Vallholt 1, 3 og 3A verði ein lóð. Ennfremur er ósk um að farið verði í skipulagsbreytingar þ.a. hægt verði að skipuleggja íbúðabyggð á lóðunum.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið, en vill benda á eftirfarandi:
Fyrir liggur viðauki við lóðarsamning um Vallholt 1, 300 Akranesi, sem dagsettur er 3. október 2016. Þar kemur m.a. fram að lóðarhafar við Vallholt 1, geti hvenær sem er á samningstímanum sem rennur út 3. október 2026, fengið lóðunum við Vallholt 3 og 3A formlega úthlutað til sín í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar eins og þær eru á hverjum tíma um úthlutun lóða.

Varðandi skipulagsbreytingar á svæðinu þá er í gangi vinna við endurskoðun aðalskipulags Akraness 2005-2017, þar sem m.a. hefur verið rætt um að breyta landnotkun ofangreindra lóða úr atvinnusvæði í íbúðabyggð. Endanlegar ákvarðanir um slíkt hafa þó ekki verið teknar.

Bent skal á að ef skipulagsbreytingar leiða af sér aukin kostnað mun hann lenda á viðkomandi lóðahöfum. Varðandi frekara framhald málsins ræðst það af þeim skipulagsgögnum sem lögð verða fram.

4.Hafnarbraut - Gatnahönnun

2108031

Yfirborðsfrágangur Hafnarbrautar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu Mannvits að hönnun yfirborðsfrágangs við Hafnarbraut.

5.Sementsreitur - götuheiti

2109028

Tillaga að nöfnum á götur á Sementsreit.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að gerð verði skoðanakönnun meðal íbúa á Akranesi um nöfn á nýjum götum á Sementsreit. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

6.Sementsreitur - uppbygging

2101238

Útboð á byggingarrétti.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi drög á útboði á byggingarétti á reitum C1-C2 og D1-D4 á Sementsreit, verði samþykkt

7.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Minnisblað ÍA vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Lagt fram minnisblað með forgangsóskum knattspyrnufélags ÍA vegna mannvirkjamála (vallarmála) á Jaðarbökkum.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að vísa beiðninni til fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar 2022.

8.Framkvæmdaleyfi - Asbestlögn

2109043

Umsókn Veitna ohf. um að fjarlægja astbestlögn sem liggur frá vatnsbóli við Berjadalsá að lýsingahúsi á Golfvelli Leynis (Ásar Geislahús).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfi þar sem fjarlægja á asbestlögn sem liggur frá vatnsbóli í Berjadal, að lýsingarhúsi "Ásar geislahús", skv. 10 gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Fundarmenn samþykktu fundargerðina með rafrænum hætti.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00