Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

135. fundur 25. nóvember 2019 kl. 08:15 - 12:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - málefni

1905413

Málefni Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri og Karl Haagensen verkefnastjóri lögðu fram kostnaðarmat við aðgerðaráætlun er tengist brunavarnaráætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að Þráinn Ólafsson kynni kostnaðarmatið fyrir Hvalfjarðarsveit.

Þráinn Ólafsson vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

2.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri og Karl Haagensen verkefnastjóri fóru yfir stöðu verkefnisins og aðferðafræði við framkvæmd þess.

KarlHaagensen vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Aðalskipulag Tjaldsvæði - við Kalmansvík

1904033

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna tjaldsvæðis í Kalmansvík. Afmarkað er svæði til sérsakra nota O-16 sunnan Kalmansvíkur og norðan íbúðarbyggðar við Esjubraut. Tjaldsvæðið er afmarkað sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Mörkum hverfisverndarsvæðis Hv-1 er breytt og þau löguð að staðháttum. Haldinn var opið hús/kynningarfundur 18. nóvember 2019.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn, að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

4.Deiliskipulag Tjaldsvæði við Kalmansvík

1904037

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin skal og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulag Akraness.

5.Deiliskipulag Ægisbrautar - Ægisbraut 25 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

1910228

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulag við Ægisbrautar verði endurskoðað m.t.t. hugmynda í endurskoðun á aðalskipulagi Akraness 2005-2017, um íbúðabyggð á allt að tveimur hæðum við Ægisbraut. Umsókn um að breyta deiliskipulagi Ægisbrautar, vegna Ægisbrautar 25 er því hafnað.

6.Verðmat Mannvirkja

1911124

Farið yfir verðmat nokkurra mannvirkja í eigu Akraneskaupstaðar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að hafin verði vinna við undirbúning á sölu á eftirfarandi fasteignum: Faxabraut 10, Merkigerði 7, Merkigerði 12, Suðurgata 57 og Suðurgata 108.

7.Vinnuskóli vinnuskýrslur - 2019

1911149

Einar Skúlason forstöðumaður vinnuskólans og Sindri Birgisson umhverfisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Sindri og Einar fóru yfir skýrslu vinnuskólans fyrir árið 2019.

Skipulags- og umhverfisráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í skóla- og frístundaráði.

8.Deiliskipulag Skógarhverfi - áfangi 3A og rammaskipulag.

1908198

Árni Ólafsson skipulagshöfundur sat fundinn undir þessum lið.

Farið yfir stöðu málsins.

9.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Árni fór yfir stöðu máls og framhald þess. Töluvert af þeim breytingum sem voru undir í endurskoðuðu aðalskipulagi hafa náð fram að ganga sem sértækar breytingar. Mikilvægt er hinsvegar að vinna við endurskoðun aðalskipulagsins fái fullan framgang. Stefnt skal að vinnu við endurskoðun verði lokið um mitt ár 2020.

Fundi slitið - kl. 12:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00