Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

104. fundur 18. febrúar 2019 kl. 08:15 - 11:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akraneshöfn - aðalhafnagarður

1709090

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Akraneshafnar var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 18. október til og með 30. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust.
Minjastofnun gerði kröfu um mælingu á minjum í sjó og á landi, mældar upp og settar inn á skipulagsuppdrátt.
Fornminjastofnun Íslands hefur skilað inn Fornleifakönnun við Akraneshöfn og minjar hafa verið merktar inn á skipulagsuppdrátt.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar

2.Deiliskipulag Akraneshöfn - aðalhafnargarður

1708227

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akraneshafnar var auglýst frá 18. október t.o.m. 30. nóvember 2018, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsvæðið nær til hluta aðalhafnargarðs og felst breytingin m.a. í lengingu brimvarnargarðs, endurnýjun á eldri bryggju og öldudeyfingu á milli aðalhafnargarðs og bátabryggju.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting

1901203

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags Skógarhverfis 3. og 4. áfanga Skógarhverfis var auglýst 7. febrúar sl. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 15. febrúar 2018. Ábendingar bárust.
Umsagnaraðilum var sent bréf dags. 28. janúar sl. þar sem óskað var eftir umsögnum t.o.m. 15. febrúar 2019. Umsagnir sem borist hafa eru í meðfylgjandi fundarboði.
Skipulags- og umhverfisráð fór yfir ábendingar sem bárust. Málið verður tekið fyrir að nýju á aukafundi ráðsins þann 25. febrúar nk.

4.Deilisk. Skógarhverfi 3. áfangi

1811123

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags Skógarhverfis 3. og 4. áfanga Skógarhverfis. Skipulagslýsingin var auglýst 7. febrúar s.l. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 15. febrúar 2018. Ábendingar bárust. Umsagnir hafa borist frá Minjastofnun og Skipulagsstofnun.
Skipulags- og umhverfisráð fór yfir ábendingar sem bárust. Málið verður tekið fyrir að nýju á aukafundi ráðsins þann 25. febrúar nk.

5.Deiliskipulag Æðarodda - breyting vegna reiðskemmu

1805150

Með bréfi dags. 25. janúar sl. óskaði formaður hestamannafélagsins Dreyra fh. stjórnar félagsins eftir að deiliskipulagi Æðarodda verði breytt. Vísað er í eldra deiliskipulag, sem samþykkt var af skipulagsstjóra 15. júní 1995, um staðsetningu reiðskemmunnar.
Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda, breytingin felst í að gert er ráð fyrir lóð og byggingareit fyrir reiðskemmu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að haldið verði opið hús/kynningarfundur um skipulagsbreytinguna.

6.Lækjaflói 1 - fyrirspurn um frágang byggingarsvæðis í Flóahverfi

1902054

Bæjarráð vísar erindi frá Veitum ohf. til skipulags- og umhverfisráðs, varðandi gatnagerð í Flóahverfi.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram drög að svari við erindi Veitna fyrir næsta fund ráðsins.

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022

1810140

Sviðsstjóri fór yfir framkvæmdir ársins 2019. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að í öðrum verkáfanga við Esjubraut frá Kalmanstorgi í áttina að þjóðbraut verði gatan mjókkuð og grafin niður á fast undirlag við endurnýjun hennar.

8.Eignasjóður - fasteignir

1902132

Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir upplýsingum frá velferðar- og mannréttindasviði um þarfagreiningu vegna félagslegra íbúða.

9.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Fyrir liggur álit frá ívar Pálssyni lögfræðingi um aðferðafræði við val á hugsanlegum samstarfsaðila í Þróunarfélag við uppbyggingu á Sementsreit. Sviðsstóra falið að vinna málið áfram.

10.Deiliskipulag Miðvogslækjarsvæði - Þjóðvegur 13 og 13A breyting

1902123

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Miðvogslækjarsvæðis er tekur til lóðanna Þjóðvegar 13 og Þjóðvegar 13A. Breytingin felst í að afmarka sex lóðir á svæðinu ásamt breyttum byggingarreitum.
Afgreiðslu málsins frestað til mánudagsins 25. febrúar n.k.

11.Akranes ferja - flóasiglingar

1812094

Umræður um flóasiglingar.
Sigríður Steinunn Jónsdóttir verkefnastjóri fór yfir helstu áherslur í vinnu við greinargerð um flóasiglingar.
Bæjarstjóra og verkefnastjóra falið að vinna málið áfram og kynna málið á fundi ráðsins eftir tvær vikur.

Fundi slitið - kl. 11:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00