Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

98. fundur 10. desember 2018 kl. 08:15 - 10:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Grenjar - breyting

1809059

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna breytinga á svæði Grenja H3 hafnarsvæði. Breytingin felst í nánari skilgreiningu þeirrar starfsemi sem heimil verður á hafnarsvæði H3. Engin breyting er gerð á skipulagsuppdrætti. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 19. nóvember 2018.
Skipulagslýsing var auglýst 4. október með fresti til að skila inn ábendingum til 25. október 2018.
Haldið var opið hús/kynningafundur til kynningar á skipulagsbreytingunni fimmtudaginn 6. desember sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

2.Deilisk. Grenjar hafnarsv. H3 - vegna Bakkatúns 30-32

1809055

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Grenja hafnarsvæði H3, sem unnin er af Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 31. ágúst 2018. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdráttum og í greinargerð. Í tillögunni er skilgreindur nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu til suðvesturs frá núverandi byggingu.
Skipulagslýsing var auglýst 4. október með fresti til að skila inn ábendingum til 25. október 2018.
Haldið var opið hús/kynningafundur til kynningar á skipulagsbreytingunni fimmtudaginn 6. desember sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga deiliskipulagsins verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ráðið vill benda á að allur kostnaður sem hlýst af skipulagsbreytingunni fellur á umsækjanda hennar.

3.Aðalskipulag Flóahvefi breyting

1809183

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna breytinga á Flóahverfi A11. Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitur A11 er stækkaður til suðausturs um 3,5 ha. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 12. desember 2018.
Skipulagslýsing var auglýst 17. október með fresti til að skila inn ábendingum til 8. nóvember 2018.
Haldið var opið hús/kynningafundur til kynningar á skipulagsbreytingunni fimmtudaginn 6. desember sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

4.Deiliskipulag Flóahverfi - endurskoðun

1807128

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis, sem unnin er af Teiknistofu Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 19. nóvember 2018. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdráttum og í greinargerð. Í tillögunni er hverfið stækkað til suðausturs um 34,900 m², gatnakerfið nýtt betur, lóðir eru minnkaðar og sett inn ákvæði um mögulega sameiningu lóða.
Skipulagslýsing var auglýst 17. október með fresti til að skila inn ábendingum til 8. nóvember 2018.
Haldið var opið hús/kynningafundur til kynningar á skipulagsbreytingunni fimmtudaginn 6. desember sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga deiliskipulagsins verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Aðalskipulag Smiðjuvellir - breyting

1809184

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna breytinga á Smiðjuvöllum. Breytingin felst m.a. í að landnotkunarreitir A9 og A10 eru sameinaðir reit A8 og skipulagsákvæðum breytt þannig að þar verði gert ráð fyrir blandaðri landnotkun. Svæði I6 fyrir aðveitustöð rafveitu er fært til austurs í samræmi við orðinn hlut. Svæði V9 er leiðrétt til samræmis við rétta afmörkun lóðar. Engin breyting er á skilmálum. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 6. desember 2018.
Skipulagslýsing var auglýst 17. október með fresti til að skila inn ábendingum til 8. nóvember 2018.
Haldið var opið hús/kynningafundur til kynningar á skipulagsbreytingunni fimmtudaginn 6. desember sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

6.Deilisk. Smiðjuvallasvæðis

1805071

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla, sem unnin er af ASK arkitektum., dags. 27. nóvember 2018. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdráttum og í greinargerð. Í tillögunni felst að lóðum við Smiðjuvelli 12-22 eru sameinaðar í eina lóð. Á svæðinu verði athafnalóðir fyrir léttan iðnað, þjónustu og skrifstofur.
Skipulagslýsing var auglýst 17. október með fresti til að skila inn ábendingum til 8. nóvember 2018.
Haldið var opið hús/kynningafundur til kynningar á skipulagsbreytingunni fimmtudaginn 6. desember sl.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga deiliskipulagsins verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ráðið vill benda á að allur kostnaður sem hlýst af skipulagsbreytingunni fellur á umsækjanda hennar.

7.Deiliskipulag - fyrirspurn um leyfi til að breyta deiliskipulagi á Bárugötu 15

1811216

Skipulags- og umhverfisráði barst fyrirspurn varðandi heimild til að breyta núverandi deiliskipulagi fyrir Breiðarsvæðið á Akranesi á þann hátt að húsið að Bárugötu 15 verði breytt í fjögurra hæða hús í stað tveggja hæða. Gert er ráð fyrir að húsið verði nýtt undir íbúðir að undanskyldu samþykktu iðnaðarrými.
Skv. Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 tilheyrir lóðin V2, svæði sunna Bárugötu. Í lýsingu segir "Blönduð landnotkun, hótel, verslun, þjónusta, önnur atvinnustarfsemi, íbúðir." Skipulagsáform "Engin áform um breytingar.. N: 0,5"
Deiliskipulag svæðisins er staðfest dags. 11. feb. 1998 af Skipulagsstofnun, skv.greinargerð er Bárugata 15 skilgreind verslunar- og þjónustu lóð.
Erindið lagt fram. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að afla frekari upplýsinga.

8.Deiliskipulag - Akralundur 8 - 14 fyrirspurn

1811224

Bréf dags. 28. nóv. 2018 þar sem óskað er eftir áliti ráðsmanna breytingu á lóðarnýtingu við Akralund 8-14 í rað- parhús á einni hæð.
Erindið lagt fram. Tekið skal fram að breyting á deiliskipulagi í Skógarhverfi 2. áfanga er í vinnslu.

9.Sementsverksmiðja - samningur um niðurrif

1711014

Samkomulag lagt fram um niðurfellingu á sementsstrompinum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag við Work North ehf. um niðurrif sementsstromps að fjárhæð kr.26.180.000.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00