Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

88. fundur 30. júlí 2018 kl. 08:15 - 10:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Aðalsk. Akraneshöfn - aðalhafnagarður

1709090

Breyting á aðalskipulagi Akraneshafnar vegna fyrirhugaðrar lengingar hafnarinnar.
Skipulagslýsing og aðalskipulagsuppdráttur frá Árna Ólafssyni arkitekt og greinargerð frá Skipulags-og umhverfissviði ásamt svörum frá Faxaflóahöfnum.
Aðalskipulagsbreyting felst í lengingu á hafnargarði og brimvarnagarði við aðalhöfnina. Ennfremur er hafnargarður Skarfatangahafnar felldur út.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3.mgr. 30.gr. sömu laga.

2.Deilisk. - Akraneshafnar, breyting

1708227

Breyting á deiliskipulagi Akraneshafnar vegna fyrirhugaðrar lengingar hafnarinnar.
Skipulagslýsing frá Árna Ólafssyni arkitekt ásamt uppdrætti að breyttu deiliskipulagi. Greinargerð frá skipulags-og umhverfissviði ásamt svörum frá Jóni Þorvaldssyni hjá Faxaflóahöfnum.
Breyting á deiliskipulagi felst m.a. í eftirfarandi:
Hafnarbakki er lengdur um 90 metra.
Dýpkun á snúningssvæði innan og utan hafnar.
Brimvarnagarður lengdur um 60 metra með fyrirvara um áhrif á langasand.
Öldudeyfing milli Aðalhafnargarðs og bátabryggju.

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

3.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 3

1807054

Beiðni um að fá að færa innkeyrslu á bílskúr úr að vera vinstra megin á húsi í að vera hægra megin.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni í samræmi við 2.mgr.43.gr skipulaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt verið fyrir lóðarhöfum á Baugalundi 1,4,5,6,8,10 og 12.

4.Deilisk. Stofnanareitur - Kirkjubraut 39

1807077

Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits v/ Kirkjubrautar 39.
Kynnt var breyting á deiliskipulagi við lóð nr. 39 við Kirkjubraut. Breyting felst í því að nýtingarhlutfall lóðar er hækkað, hámarksfjöldi hæða verður fjórar í stað þriggja og á lóðinni verði húsnæði fyrir hótel í stað skrifstofu- eða opinberrar byggingar.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að halda opinn kynningarfund um fyrirhugaðar deiliskipulagsbreytingar.

5.Deilisk. Flóahverfi - endurskoðun

1807128

Hugmyndir um endurskoðun á deiliskipulagi Flóahverfis.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu máls. Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjora að flýta skipulagsbreytingum í Flóahverfi.

6.Deilisk. Garðabraut 1

1807090

Umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts f.h. HÆ ehf. um að grenndarkynna breytingu á notkun húsnæðis við Garðabraut 1 úr félagsheimili í starfsmannabústað, samkv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni í samræmi við 1. mgr. 44.gr skipulaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt verið fyrir lóðarhöfum á Garðabraut 3, 4, 5,6 og Skarðsbraut 1, 3 og 5.

7.Deilisk. Sementsreits - v. Faxabraut 11 /

1807091

Breyting á deiliskipulagi felst í því að setja upp rykræsigeymslu og þvottaplan á lóð nr. 11 við Faxabraut.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni í samræmi við 2.mgr.43.gr skipulaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Faxabraut 9 og Mánabraut 4, 6a og 6b.

8.Skólabraut 19 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1807072

Fyrirspurn um að bæta við bílskúr og gistihúsi á lóð við Skólabraut 19.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingafulltrúa að afla frekari upplýsinga um erindið.

9.Vitastígur Breið og stígur við Garðalund - útboð

1806222

Opnun tilboða 17. júlí 2018, í verkið "Vitastígur á Breið / göngu- og hjólastígur við Garðalund".
Tilboð í verkið Vitastígur Breið - göngu og hjólastígur við Garðalund.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Skóflan h/f kr. 32.617.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr. 33.173.000
Þróttur ehf kr.35.853.720

Kostnaðaráætlun var kr. 34.082.000

Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

10.Kalmanstorg / Esjubraut - útboð / gatnagerð og veitur

1807079

Opnun tilboða 12. júlí 2018, í gatnagerð og hluta Veitna við Kalmanstorg/ Esjubraut.
Tilboð í verkið Kalmansbraut-Esjubraut-gatnagerð og veitur ohf.
Um er að ræða sameiginlegt verkefni Akraneskaupstaðar og Veitna.

Tilboð voru eftirfarandi eftir leiðréttingu við yfirferð þeirra:

1. Skóflan h/f kr. 197.213.000
2. Þróttur ehf kr. 169.445.800

Kostnaðaráætlun var kr. 173.151.000

Akraneskaupstaður felur sviðsstjóra í samvinnu við Veitur ohf að ganga til samninga við lægstbjóðanda.


11.Guðlaug - aðstaða

1807092

Sviðsstjóri fer yfir hugmyndir um frágang og aðstöðu við Guðlaugu.
Sviðsstjóri fór yfir hugmyndir um búningsaðstöðu við Guðlaugu.

12.Íþróttahús Vesturgötu - inngangur

1807093

Sviðsstjóri kynnir tillögu frá Kristbjörgu Traustadóttur um hellulögn o.fl. við inngang að íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Lögð fram hugmynd um frágang við inngang við íþróttahúsið við Vesturgötu. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að farið verði í ofangreindan frágang og verði hann hluti af gatnaframkvæmdinni við Vesturgötu.

13.Skarðsbraut 7-11 - lóðamál

1807022

Erindi íbúa við Skarðsbraut 7,9 og 11, vegna göngustígs yfir lóð þeirra.
Sviðsstjóri fór yfir athugsemdir íbúa vegna göngustígs sem fer yfir lóð þeirra. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram í samráði við íbúa.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00