Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

69. fundur 18. september 2017 kl. 16:15 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes Karl Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fimleikahús Vesturgötu - hönnun / rýnihópur

1705211

Farið yfir tilboð í verkfræðihönnun á fimleikahúsi.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Verkís hf. 16.093.680
VSÓ ráðgjöf 25.622.770
Mannvit hf. 16.051.800

Kostnaðaráætlun 14.250.000

Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

2.Aðalsk. - Dalbraut og Þjóðbraut breyting

1701216

Breyting á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 var auglýst frá 20. júlí til 7. sept. 2017. Athugasemd barst vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að vinna greinargerð vegna ofangreindrar athugasemdar.

3.Deilisk. Dalbraut - Þjóðbraut

1405059

Breyting á deiliskipulagi Dalbrautarreits var auglýst frá 20. júlí til 7. september 2017. Tvær athugasemdir bárust við skipulagið.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að vinna greinargerð vegna ofangreindrar athugasemdar.

4.Sementsverksmiðjan - rif á mannvirkjum

1705122

Tilboð sem bárust í niðurrif Sementsverksmiðju til kynningar og afgreiðslu.
Eftirfarandi 12 tilboð bárust:


Work North ehf. 175.279.000 160.722.000
ABLTAK ehf. 274.790.000
Ellert Skúlason ehf. 279.620.000 264.370.000
Skóflan hf. 378.000.000 376.000.000
G. Hjálmarsson hf. 460.838.000 399.138.000
Háfell ehf. 495.048.351
Þróttur ehf. 509.585.000 498.040.250
Ístak hf. 556.087.893
Wye Valley Demolition 618.968.840 588.176.640
Íslandsgámar ehf. 666.575.215 666.575.215
Total demolition and recycling BV 794.416.000
Bjarni Finnsson og Haraldur G 994.210.000
Kostnaðaráætlun 326.130.000 271.260.000

Skipulags- og umhverfisráð fagnar fjölda tilboða er bárust í verkið og felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að koma með tillögu að vali á verktaka fyrir næsta fund ráðsins.

5.Deilisk. Akraneshafnar, breyting

1708227

Sviðsstjóri fór yfir drög að skipulagsbreytinga er varða stækkun og endurbætur á Akraneshöfn.

6.Holtsflöt 2 - gróðurhús umsókn um byggingarleyfi

1708062

Umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurhús.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201,
fyrir eigendum fasteigna við Holtsflöt nr. 1, 3, 5, 7 og 4.

7.Laugabraut 27 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1706036

Fyrirspurn um að setja kvist á húsið.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

8.Suðurgata 115 bílskúr - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

1708036

Fyrirspurn um heimild til að stækka bílskúr.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201,
fyrir eigendum fasteigna við Suðurgötu nr. 113, 117 og 119 auk húsa nr 24, 26 og 30 við Sunnubraut.

9.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs (gatnagerðargjöld og fl.)

1708044

Farið yfir gjaldskrármál.
Sviðsstjóri fór yfir gjaldskrá á gatnagerðargjöldum.

10.Listamannahús - stöðuleyfi

1702157

Ný tillaga að staðsettningu húss á flakki.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í fyrirhugaða staðsetningu og felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

11.Umferðarhraðamælar - gjöf frá Slysavarnadeildinni Líf

1703174

Staðsetning umferðahraðamæla.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um fyrirhugaðar staðsetningar umferðahraðamæla.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00