Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

58. fundur 03. apríl 2017 kl. 16:15 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. - Sementsreitur

1604011

Bæjarfulltrúar mæta á fundinn undir þessum lið þar sem fulltrúar frá ASK arkitektum kynna fyrirhugað deiliskipulag.
ASK arkitektum er þökkuð góð kynning.

2.Aðalsk. - Sementsreitur, breyting / íbúafundur

1701210

Lögð fram skipulagsgögn.

3.Aðalsk. - Vallholt 5, breyting

1602244

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem auglýst var með athugasemdafresti frá 20. janúar til og með 6. mars 2017. Athugasemdir bárust.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu ásamt athugasemdum og umsögn sviðsstjóra skipulags-og umhverfissviðs um athugasemdir dags. 22. mars 2017.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn dags. 22. mars 2017 um athugasemdir vegna aðalskipulagsbreytingarinnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hin auglýsta tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 22.mars 2017.

4.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar sem auglýst var með athugasemdafresti frá 20. janúar til og með 6. mars 2017. Athugasemdir bárust.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu ásamt athugasemdum og umsögn sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs um athugasemdir dags 22.mars 2017.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn dags. 22. mars 2017 um athugasemdir vegna deiliskipulagstillögunnar. Sú breyting er gerð frá auglýstri deiliskipulagstillögu að bílastæðum innan lóðar er fjölgað úr 12 í 16.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að hin auglýsta tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 22. mars 2017.

5.Deilisk. Stofnanareitur - Vesturgata 120 - 130 breyting

1703203

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar 28.mars 2017 var samþykkt að fimleikahús yrði staðsett við hlið íþróttahússins á Vesturgötu. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að setja af stað nauðsynlega skipulagsvinnu m.t.t. fyrirhugaðar staðsetningar fimleikahúss.

6.Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja - fimleikahús á Akranesi

1611077

Athugasemdir frá íbúum við Heiðarbraut 39 og 43 við fyrirhugaða byggingu fimleikahúss við Vesturgötu.
Skipulags- og umhverfisráð vill benda þeim er gera athugasemdir við skipulagsferli vegna staðsetningar á nýju fimleikahúsi við Vesturgötu að skipulagsferlið er ekki hafið. Í skipulagsferli gefst bæjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að skila inn athugasemdum.

7.Deilisk. Skógarhverfi 1. áf. - Seljuskógar 6-8

1702129

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að heimila kjallara undir hluta hússins.
Breytingin var grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Seljuskóga 7, Eikarskóga 1,3,5 og 7 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynningur lauk 24. mars s.l. engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

8.Fagrilundur 9,11,13 og 15 - umsókn um byggingarlóðir

1702196

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir að umsækjanda verði úthlutað lóðum við Fagralund 9, 11, 13 og 15.

9.Guðlaug - styrkumsókn 2016 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

1703112

Bæjarráð fór þess á leit við Skipulags- og umhverfisráð að leggja fram tillögu að breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2017 m.t.t. þess að farið verði í framkvæmd á heitum potti við Langasand á árinu 2017.
Jafnframt var farið þess á leit að unnin yrði rekstraráætlun með tilkomu mannvirkisins.

Skipulags- og umhverfiráð leggur til að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017 verði breytt með eftirfarandi hætti:

Fjárfesting vegna rifa á Sementsreit verði 140 millj.kr í stað 165 millj.kr. á árinu 2017.
Fjárfesting í Guðlaugu (heitur pottur við Langasand) verði 25.millj.kr á árinu 2017.

Skipulags- og umhverfisráð vísar jafnframt rekstraráætlun sviðsstjóra um rekstur mannvirkisins til bæjarráðs.

10.Umferðaröryggisáætlun - starfshópur

1310152

Tekið hefur verið tillit til umsagnar Umferðastofu um umferðaröryggisáætlunina og gerir skipulags- og umhverfiráð ekki athugasemdir við þær. Skipulags- og umhverfisráð vísar áætluninni til bæjarstjórnar.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Jóni Ólafssyni verkefnisstjóra fyrir greinargóða áætlun.

11.Sorphirða á Akranesi - útboð 2017

1703209

Útboðsgögn lögð fram.
Gögn voru lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00