Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

31. fundur 18. apríl 2016 kl. 16:15 - 19:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Stefán Þór Steindórsson fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Vorhreinsun 2016

1604149

Garðyrkjustjóri og byggingarfulltrúi fóru yfir hugmyndir um vorhreinsun 2016. Stefnt er að því að hreinsunin verði frá 27. apríl til 4. maí.

2.Breiðin útivistarsvæði 2016

1604092

Garðyrkjustjóri fór yfir hugmyndir af útliti og staðsetningu salernishúss á svæðinu.

3.Loftlagsverkefni landverndar

1604154

Málið kynnt.

4.Suðurgata 64 - rif og förgun

1505065

Kynning á tilboðum
Eftirfarandi tilboð bárust:

Skóflan ehf. kr. 5.500.000
Þróttur ehf. kr. 8.360.566
Íslandsgámar ehf. kr. 8.212.892
BÓB ehf. kr. 4.140.000
Kostnaðaráætlun kr. 5.350.000

Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs falið að ræða við lægstbjóðanda.

5.Krókalón - endurnýjun framkvæmdaleyfis

1604146

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið um endurnýjun framkvæmdaleyfis vegna lagningar sjó- og landlagna aðalfráveiturkerfis, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

6.Deilisk. - Sementsreitur.

1604011

Skipulags- og umhverfisráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:

Að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til kynningar á tímabilinu 22.04.2016 til og með 11.05.2016.

Að haldinn verði kynningarfundur 11.05.2016 þar sem fólki gefst kostur á að koma með athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu.

7.Deilisk. Flatahverfi klasi 7-8 - Skógarflöt 19

1602234

Grenndarkynnt var samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fasteignaeigendum að Skógarföt 13, 14, 15, 16, 17, 18, 20 og 21. Engar athugasemdir bárust.
Lagt er til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulaginu samkvæmt grenndarkynningu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

8.Deilisk. Jaðarsbakka Guðlaug

1604150

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Jaðarsbakka lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til kynningar.

9.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gera greinargerð vegna athugasemda sem bárust.

10.Kirkjubraut 33-35 - ósk um viðbótarlóð

1603090

Erindi íbúa við Kirkjubraut 33-35 þar sem þau óska eftir að fá 6. metra breiða viðbótalóð við endan á bílskúrum þeirra, undir geymslu á kerrum, ferðavögnum og öðrum ökutækjum.
Málið kynnt.

11.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Farið yfir viðhald gatna.

12.Jörundarholt - Bílastæði og útskot fyrir strætisvagn

1604002

Kynning á tilboðum.
Eftirfarandi tilboð bárust:

Þróttur ehf. kr. 17.579.631
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr. 17.246.800
Skóflan hf kr. 19.350.000
Kostnaðaráætlun kr. 18.054.825

Sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að ræða við lægstbjóðanda.

13.HVE - ástand gatna hjá Akraneskaupstað

1604062

Bæjarráð vísar erindi starfandi sjúkraflutningsmanna á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi um ástand gatna hjá Akraneskaupstað, til skipulags- og umhverfisráðs með tilliti til forgangsröðunar í gatnaframkvæmdum. Jafnframt tekur bæjarráð undir mikilvægi þess að lagfæra gatnakerfið á Akranesi og stefnt er að frekari fjárfestingu í þeim efnum á allra næstu árum.
Málið kynnt.

14.Markaður á Akratorgi

1604128

Bæjarráð samþykkti fyrir sitt leyti erindi Kristbjargar Traustadóttur um markað á Akratorgi en óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs.
Skipulags- og umhverfisráð er ekki á móti skipulögðum viðburðum á torginu. Ekki er tekin afstaða til einstakra viðburða.

15.Tónlistar og menningarhús

1604118

Bæjarráð tekur vel í erindi Carmenar Jóhannsdóttur um tónlistar og menningarhús á Akranesi og býður henni á sameiginlegan fund bæjarráðs og skipulags- og umhverfisráðs til að veita nánari upplýsingar.
Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00