Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

7. fundur 05. mars 2015 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
  • Katla M. Ketilsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalsk.breyting - Þjóðvegur 13-15

1411099

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og skipulagslýsing vegna svæða við Þjóðveg 13, 13A og 15.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og gefinn verði vikufrestur til að skila inn athugasemdum við lýsinguna. Haldinn verði sérstakur kynningarfundur um lýsinguna.

2.Deilisk. - Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 13 - 15

1402153

Tillaga að deiliskipulagi lagt fram.
Uppdráttur dags. 5. mars 2015 kynntur.

3.Sláttur, 2015 -2017

1502233

Drög að útboðs- og verklýsingu fyrir sumarið 2015.
Garðyrkjustjóri kynnti drög að útboðsgögnum og skipulagi sláttar.

4.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014

1409066

Garðyrkjustjóri kynnir drög að svörum.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við svör garðyrkjustjóra.

5.Sjóður - styrkir til viðhalds fasteigna á Akranesi.

1411188

Drög að auglýsingu og matsreglum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

6.Deilisk. - Smiðjuvalla, Kalmansvellir 6 og Smiðjuvellir 3.

1401126

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla vegna lóða nr. 6 við Kalmansvelli og nr. 3 við Smiðjuvelli. Breytingin var auglýst frá 21. janúar til 27. febrúar 2015, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.

7.Deilisk. -Skógarhverfi 2. áf., Akralundur 2, 4 og 6

1502177

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Akralund nr. 2, 4 og 6 lagt fram.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til kynningar.

8.Ráðstefnur um úrgangsmál.

1501015

Boð á ráðstefnu um úrgangsmál sem haldinn verður 19. og 20. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00